Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 12
S t e fá n J ó n H a f s t e i n 12 TMM 2011 · 3 lindina öðlast þeir pólitísk völd og herða enn frekar þennan hnút sníkju- lífs milli úthlutunar og hollustu. Skrattinn hittir að lokum ömmu sína: Þiggjandinn verður veitandanum sterkari. Hvers vegna ríkisbákn? Leiðin frá hreinu úthlutunarkerfi til klíkukapítalisma kallar ekki nauðsynlega á þenslu í ríkiskerfinu eins og Sjálfstæðisflokkurinn rak á veltiárunum. Þvert gegn hugmyndafræðinni. Það gerir hin pólitíska nauðsyn hins vegar. Margvísleg „pólitísk uppkaup“ eru framkvæmd gegnum ríkiskerfið til að tryggja það „sement“ sem Meredith talar um. Á Íslandi snýst þetta fyrst og fremst um millistéttina á kosninga- árum. Ríkisvaldið er framkvæmdaarmur flokksins og ríkissjóður kosningasjóður.17 Ég viðurkenni að lengi vel skildi ég hreinlega ekki þá „mannvonsku“ sem mátti sjá magnast á veltiárunum fram að Hruni. Ein lítil Barna- og unglingageðdeild var að þrotum komin samtímis gegndarlausu sukki í gæluverkefnum ríkisins, svo dæmi sé tekið. Ástæðan var einfaldlega kaldrifjuð en rökföst ákvörðun um að hliðra þannig auði í íslensku samfélagi að til yrði nægilega sterk og eigingjörn millistétt að hún tæki aldrei sénsinn á því að kjósa einhvern annan flokk en flokk hinnar sterku íslensku krónu. Og svo auðvitað gæðingaeldið í stóru og smáu. Það er því engin innri mótsögn milli klíkukapítalisma og útþenslu ríkisbáknsins – en hvorugt er merki „frjálshyggju“. III. Ísland sem rányrkjubú Tilgáta mín er því sú að löngu fyrir bankaruglið hafi verið búið að leggja grunn að hruni á Íslandi. Hér þróaðist spillt stjórnmálalíf í hagkerfi þar sem náttúruauðævum var sóað og rjóminn fleyttur endalaust þar til grunlausir útlendingar stóðu uppi með 7400 milljarða tap á því að lána inn í þetta hagstjórnarsukk – og gjaldmiðillinn aðeins 0,01% af upp- haflegu verðgildi. Förum hratt yfir sögu hins unga lýðveldis, sem aðeins varð til 16 árum á undan fyrsta Afríkuríkinu, Gana. Það fékk í vöggugjöf mestu þróunaraðstoð á mann sem þekktist meðal stríðshrjáðra þjóða Evrópu og hafði þó sloppið að mestu við stríðsskaða. Það var hins vegar landfræðilega staðsett á viðkvæmum þyngdarpunkti næsta stríðs, Kalda stríðsins, og mjólkaði þessa nýfundnu auðlind – hernaðarlegt mikilvægi – óspart. Af veru bandaríska hersins spruttu mikil auðævi sem komu beint og fyrirhafnarlaust upp í hendur þjóðar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.