Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 17
R á n y r k j u b ú
TMM 2011 · 3 17
V. Villtist vinstrið?
Í hinu þrönga samhengi flokkastjórnmálanna árin fyrir Hrun er
skiljanlegt að fólk eins og Jóhanna Sigurðardóttir kenni um undan-
látssemi við vingulsháttinn í Tony Blair, að Jón Baldvin Hannibals-
son efist um Samfylkinguna í samanburði við eigin formannstíð í
Alþýðuflokknum, að Stefán Ólafsson prófessor geri upp við frjáls-
hyggjuna og Ingibjörg Sólrún lýsi henni eins og „tilraun sem mistókst“.
Sundurlyndið og úrræðaleysið á vinstri kantinum nær miklu lengra
aftur en nemur „frjálshyggjuvæðingunni“. Undir lok 20. aldar var
vinstri kanturinn kominn gjörsamlega í þrot, og átti það skýringar langt
aftur, líklega allan lýðveldistímann.34 Er ekki vandi vinstrimanna ein-
faldlega sá að allan þennan tíma hafa þeir í senn barist gegn „helminga-
skiptaspillingunni“ en samsamað sig henni líka þegar tækifæri gáfust?
Með orðum Vilmundar Gylfasonar: Gengið samtryggingunni á hönd?
Í Kenýu hefur þetta stjórnarandstöðuhugarfar verið kallað „our turn
to eat“; þegar menn loksins komast til valda breyta þeir ekki spillingar-
kerfinu heldur drífa sig í að hrifsa nóg af herfanginu meðan færi gefst.
Hugarfar herfangarans gegnsýrir allt pólitíska kerfið. Það er fróðlegt
að horfa til Írlands og bera saman við Ísland því þar eins og annars
staðar eiga menn um sárt að binda vegna áralangrar óstjórnar. Írar og
Íslendingar voru líkast til tvær fátækustu þjóðir Norður-Evrópu fyrir
hundrað árum. Báðar tóku efnahagslega kollsteypu nýlega með svip-
uðum hætti og sams konar afleiðingum. Engar þjóðir skulda Alþjóða
gjaldeyrissjóðnum viðlíka upphæðir og Írar og Íslendingar. Í báðum
löndum kemur í ljós að áratugum saman hafa gjörspillt stjórnmál
grafið undan samfélagsgerðinni með einn meginvaldaflokk eilíft við
kjötkatlana. Pólitískur vanþroski og spilling leiddi til ógæfu. Vangaveltur
um veika fyrirstöðu vinstrimanna árin fyrir Hrun eru utan ramma
þessarar ritgerðar, en svarið liggur hugsanlega í því sem gerist næst: Rísa
menn undir því verkefni að endurskapa lýðveldið? Eða ætlum við bara
að opna búðina eins fljótt og hægt er fyrir „business as usual“?35
Nýja Ísland óskalandið?
„Nýja Ísland – óskalandið, hvenær kemur þú?“ var heiti greinar sem ég
skrifaði um þarsíðustu áramót.36 Þar benti ég á að upplausnin og úlfúðin
í kjölfar Hrunsins væri ekki tilviljun. Hún er leið gömlu valdaklíkunnar
til að viðhalda forréttindum sínum. Ísland er svo auðugt að það er
fyllilega þess virði að slást fyrir því. Það vita hagsmunaklíkurnar. Upp-