Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 20

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 20
S t e fá n J ó n H a f s t e i n 20 TMM 2011 · 3 og umbuna verðleikum. Allt miðar þetta að aukinni hagsæld á breiðum grundvelli, en ekki nauðhyggju um hagvöxt.41 Hægvöxtur væri nær lagi núna. Og aukinn jöfnuður. Jöfnuður er þjóðhagslega hagkvæmur. Ekki bara af biblíusögulegum ástæðum í anda miskunnsama Samverjans, heldur af því að heilsugæsla, menntun, almenn vellíðan og þátttaka allra í agnarsmáu gangverki þjóðar borgar sig einfaldlega – í peningum. Við eigum gríðarleg auðævi og það þarf einstakan brotavilja til að stofna þeim í hættu – aftur. Hreinir og skýrir efnislegir hagsmunir standa til þess að miðjan í íslensku samfélagi láti ekki ræna sig.42 Pólitísk upp- reisn frá miðju getur einangrað öfgafyllstu hagsmunaúlfana sem stefna landinu í hættu. Slík uppreisn hefur það markmið að tryggja almenna hagsæld en gefa hana ekki eftir þeim sem vilja slíta sundur frið í þágu sinna eigin þröngu stundarhagsmuna. Til þess eru lýðræðislegar leiðir færar. Tilvísanir 1 Sjá til dæmis aðgengilega grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrv. formanns Samfylking- arinnar í TMM í feb. 2010, margvísleg skrif Stefáns Ólafssonar við Háskóla Íslands, og auðvitað margra fleiri í kjölfar Hrunsins. Þessi tvö nægja sem dæmi um forystufólk í stjórnmálum og fræðum sem lagt hefur til umræðunnar og neglt Hrunið við nýfrjálshyggju. Ingibjörg gengur m.a.s. svo langt að taka sérstaklega fram að engin sérstök spilling umfram það sem gengur og gerist hafi einkennt Ísland í þessu samhengi. 2 Nær væri að fjalla um „Þriðju leiðina“ sem Verkamannaflokkurinn gerði að sinni og Stefán Snævarr lýsir ágætlega í TMM í maí 2010, „Krataávarpinu“, en þar er að finna þá nútímalegu jafnaðarstefnu sem t.d. Samfylkingin ætlaði alltaf að fylgja og ætti að tileinka sér. 3 Höfundur kýs að setja ýmislegt hér fram í tilgátuformi því að hann er hvorki sagnfræðingur, hagfræðingur né sérfræðingur um íslensk stjórnmál. Þá eru hér alls konar alhæfingar á breið- um grundvelli því að efnið kallar á miklu ítarlegri greiningu en ein tímaritsgrein leyfir. Beðist er forláts þar sem skautað er létt yfir í stórum dráttum. 4 Josep Stiglitz skrifaði skýrslu fyrir Seðlabanka Íslands árið 2000 og varaði við ýmsum hættu- merkjum. En það þurfti ekki hagfræðing til. Erlendur fræðimaður sem kom til Íslands 2006 ók um borgina og sagði: „Alltof margir byggingakranar“. Það sáu fleiri en ekki þeir sem þurftu. 5 Ásgeir Friðgeirsson skrifar í TMM í nóv. 2010 að þetta sem gerðist hafi verið „hrun vitsmuna“. Þótt hann reki vel og ítarlega það sem ég nefni hér, að vitneskjan um hvernig afstýra mátti Hruninu hafi í raun legið fyrir, þá er ég ekki viss um að ég taki undir að þegar allt hrundi sem hrunið gat (stjórnmál, hagfræði, krónan, fjölmiðlar, eftirlitsstofnanir og margt f leira samtímis) að það hafi verið andlegt skammhlaup. Ég er meiri efnishyggjumaður og tel að í stað hruns vits- muna hafi þetta verið valdarán hagsmuna – sem létu greipar sópa meðan færi gafst. 6 Fúsk er alltof saklaust hugtak um það sem þarna gerðist þó að hluta hafi það verið svo. Þetta var skipulegt rán. Auðvitað ekki með það að markmiði að allt færi á versta veg, heldur af full- komlega skammsýnum og eigingjörnum hvötum. 7 Enn mun einhver til sem heldur því fram að afhending Búnaðarbankans til Finns Ingólfssonar og Ólafs Ólafssonar í Samskipum með VÍS í meðgjöf hafi verið „markaðsleg“– en varla nema einn ritstjóri. Styrmir Gunnarsson hefur staðfest að Björgólfsfeðgarnir hafi fengið Lands- bankann í pólitískum tilgangi; en leita þarf lengra aftur til að sjá sömu fingraför: SR-mjöl?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.