Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 22
S t e fá n J ó n H a f s t e i n 22 TMM 2011 · 3 18 Viðtal í kvikmyndinni Draumalandið. 19 Í viðtali við mig á Rás 2 sagði Thor (Ólafsson) Thors, fyrrum stjórnarformaður, að þeir hefðu geymt peninga Aðalverktaka í Landsbankanum á „slankekur“ (megrunarkúr) á verðbólguár- unum. Hann átti við að þeim fáu kanagreifum sem höfðu einkaréttinn hefði ekki liðist að taka allan arðinn, pólitíska veldið hefði sogið hluta af gróðanum til sín og lánað áfram gegnum bankann – vitanlega til að skapa víðtækari „hollustu“ í atvinnulífinu þrátt fyrir þessa nöktu mismunun. Í fjármálaráðherratíð Friðriks Sophussonar á 10. áratug síðustu aldar varð síðan mikið uppnám í röðum hægrimanna þegar eigendur Aðalverktaka reyndu að leysa til sín enn meiri hagnað með brellum enda brottför hersins þá fyrirsjáanleg í kjölfar falls Berlínarmúrsins; í fyrsta sinn í áratugi rataði hermangið á síður Moggans. 20 Þessi ár lifa enn í skrautlegum munnmælum fólks sem lifði og Jakob F. Ásgeirsson gerði skil í bók sinni um haftaárin. 21 Sú kynslóð stjórnmálamanna sem senn hverfur af sjónarsviðinu hefur verið öflugasta sjálf- töku lið allra tíma á Íslandi. Þau borguðu ekki námslánin sín, þau borguðu ekki húsnæðislánin, þau tóku sér ríf legri eftirlaunarétt en aðrir fá, og afnámu erfðaskatt um það leyti er foreldrar þeirra kvöddu heiminn! 22 Þetta gekk nú ekki þrautalaust. Rétt fyrir lok 20. aldar fólst markaðssetning Íslands í ritinu Lowest Energy Prices (Lægsta orkuverð) þar sem lofað var lágmarksveseni út af umhverfismál- um. (Sjá t.d. myndina Draumalandið.) Í dag felst arðsamasta virkjun Íslendinga í því að reyna að semja um hækkað orkuverð álvera til samræmis við það sem gengur og gerist á markaði. 23 Það er Gunnar Smári Egilsson sem á heiðurinn af þessari samlíkingu. Óafvitandi um hvor annan rituðum við áramótagreinar í Fréttablaðið sem birtust 28. og 29. des. 2009. Þar kynnti ég fyrst þessa hugmynd um Ísland sem rányrkjubú og Gunnar Smári lýsti því á mjög svipuðum nótum hvernig Íslendingar hefðu litið á erlent lánsfé einkabanka sem hverja aðra auðlind sem þyrfti að eyða – að venju. 24 Átökin á hægri væng stjórnmálanna síðasta áratuginn fyrir Hrun endurspeglar tilraunir íslenska höfðingjaveldisins til að temja auðkýfinga sem áttu ekki lengur neitt undir því. Höfð- ingjaveldið hafði ekki lengur vald yfir auðlind sem kom utan að. 25 Ferill Geirs Haarde er afleitur og ekki bæta úr tilraunir til að lýsa honum sem bjargvætti í rústunum, hins vegar er það fráleit niðurstaða Alþingis að hann einn skyldi hengdur út. 26 Árið 2005 skrifaði ég litla ritgerð þar sem á það var bent að samkvæmt könnunum var vantraust almennings á þingi og flokkunum komið á hættustig. Í ágúst 2006 skrifaði ég grein í Morgun- blaðið þar sem sérstaklega var rakið hvernig tengsl fjármála og stjórnmála ógnuðu lýðræðinu. Allt var þetta ljóst löngu fyrir Hrun. 27 Gunnar Helgi Kristinsson við HÍ telur sig geta fullyrt með rannsóknum að 40% af mikilvægum opinberum stöðum séu skipaðar gegnum pólitískar veitingar. Ef við reiknum með að í helmingi tilfella hefði fengist hæfari stjórnandi má reikna með að fimmti hver maður sé tjónvaldur í ríkiskerfinu með því að halda frá meiri hæfileikum en ella hefðu fengist. Þetta er óhemju hátt hlutfall. 28 Hér tala ég af reynslu sem kjörinn borgarfulltrúi í Reykjavík. Þrýstihópar og einstaklingar eru greinilega orðnir mjög útsmognir að „leita leiða“ innan smákóngakerfisins; nokkuð sem sann- færir mig enn frekar um hve djúpstætt vandamálið er og erfitt að vinda ofan af því. Fyrir marga virkar kerfið einfaldlega mjög vel. 29 Menn hafa talsvert velt vöngum yfir því hvers vegna „almenningur lét glepjast“ þar til íslensk heimili urðu þau skuldsettustu í heimi. Einfalda svarið er klikkað hágengi krónunnar. Þau „skilaboð“ sem neytandinn fékk á launamarkaði voru einföld: Þú ert með sterkasta gjaldmiðil í heimi, farðu og kauptu það sem þú vilt. Lánaflóðið kom svo ofan á, og þar ofan á eignabólan – en allt er þetta samtengt. 30 Dæmi um mótvægi eru sem betur fer til: Eitthvert albesta fyrirkomulag sem Ísland hefur komið á er Lánasjóður íslenskra námsmanna, því hann tryggði ekki bara jöfn réttindi til náms heldur skóp fámennri þjóð tækifæri til að senda fólk til náms við bestu háskóla í heimi með litlum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.