Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 24
24 TMM 2011 · 3 Guðni Elísson „Og syngur enginn fugl“ Hernaðurinn gegn Rachel Carson … meinlaust eitrið féll eins og skæðadrífa yfir bjöllur jafnt og menn, yfir fólk á leið í búð eða til vinnu og börn á leið úr skóla. Húsmæður sópuðu þessu fíngerða hagli af sólpöllum og gangstígum, sem þær sögðu að væri „eins og snjór“. Í skýrslu, sem Fuglavinafélag Detroit birti síðar, mátti lesa: „Þessi litlu, hvítu aldrin-leir-högl söfnuðust í milljónatali fyrir í þakrennum, í rifum milli þakhellna og í barkarsprungum á trjám. Þegar snjóaði og rigndi, breyttist hver einasti pollur í banasveig.“1 Því hefur oft verið haldið fram að umhverfisverndarhreyfingar nútím- ans megi rekja til útgáfu metsölubókarinnar Silent Spring (1962) eftir bandaríska líffræðinginn Rachel Louise Carson (1907–1964). Því verður líka seint neitað að bók hennar er eitt merkasta rit á þessu sviði frá liðinni öld. Í bókinni varar Carson við óhóflegri og eftirlitslausri notkun ýmiss konar eiturefna, t.d. í landbúnaði, sem ógnað gætu lífríkinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þessi eiturefni eyða „gagnlegum“ jafnt sem „skaðlegum“ skordýrum, menga vatnsból og safnast fyrir í jarðvegi. Þau raska viðkvæmu jafnvæginu milli tegundanna, ógna afkomu spen- dýra og raska fuglalífi á margvíslegan hátt, t.d. með því að eyðileggja eggjaskurn. Eitrið hefur bein áhrif strax við sjálfar aðgerðirnar og lengi á eftir á meðan það dreifist upp eftir lífkeðjunni allri. Bók Carsons var fljótt þýdd á ýmis tungumál og kom út á íslensku hjá Almenna bókafélaginu árið 1965 undir titlinum Raddir vorsins þagna. Tilgangur Carsons var langt í frá sá að gera eiturefni útlæg úr landbúnaði, eða meina því að þau væru notuð sem vörn gegn alvar- legum sóttkveikjum. Þetta skilur hver sá sem les bókina og nægir að vísa til formálanna tveggja að íslensku útgáfunni eftir vísindamennina Níels Dungal og Julian Huxley. Báðir leggja áherslu á að þótt framfarir tuttugustu aldar hafi gert lífið öruggara og betra, verði mannkyn að nálgast nýja þekkingu af varfærni og virðingu. Þótt nauðsynlegt og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.