Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 26
G u ð n i E l í s s o n 26 TMM 2011 · 3 I Framan af var gagnrýnin á bók Carsons fyrst og fremst bundin við mál- flutning ýmiss konar hagsmunaaðila, t.d. úr eiturefnaiðnaðinum og land- búnaði, sem töldu afkomu sinni ógnað með hvers kyns takmörkunum eða banni. Á síðasta áratug tuttugustu aldar tók gagnrýnin hins vegar á sig hugmyndafræðilegri þunga, þegar umhverfisverndarumræðan á Vesturlöndum var í síauknum mæli séð sem varasamt afsprengi sósíal- ískrar hugmyndafræði. Verndunarsinnar urðu eins og vatnsmelónur í huga andstæðinga sinna, grænir að utan, en rauðir að innan.8 Við þessa þróun verður róttæk breyting á pólitískri afstöðu til um- hverfis verndar. Fyrir fjörutíu árum mátti finna umhverfis verndar sinna í öllum flokkum þótt vissulega væri umhverfisvitund almennings ekki eins mótuð og nú á dögum. Á Íslandi gaf til að mynda hið hægrisinnaða forlag Almenna bókafélagið út bók Carsons og fylgdi útgáfunni eftir nokkrum árum síðar með öðru riti um umhverfismál, Heimi á helvegi.9 Þorsteinn Vilhjálmsson vísindasagnfræðingur vísar til þessara sanninda þegar hann segir bók Carsons ekki hafa verið dregna „í flokkspólitíska dilka“ í þá daga, ekki frekar en aðrar bækur um umhverfisvernd: „þær voru engan veginn taldar til neinnar „vinstri villu“ þegar þær komu út, hvorki hér á landi né erlendis“.10 Árásirnar á Rachel Carson má rekja til þróunar sem varð í bandarískri þjóðmálaumræðu á síðasta fjórðungi tuttugustu aldar þegar lítill hópur einstaklinga yst á hægri armi stjórnmálanna tók að skipuleggja velheppnaðar áróðursherferðir sem ætlað var að afvegaleiða almenn- ing í umræðu um jafn ólík málefni og eyðingu ósonlagsins, súrt regn, hlýnun jarðar, eða óhóflega notkun eiturefna í landbúnaði og hættuna af óbeinum reykingum. Skrif þessara einstaklinga ganga jafnan þvert á ráðandi kenningar og varnaðarorð úr vísindasamfélaginu og þeir sem halda á penna eru oft á launum frá hagsmunaaðilum í málinu, t.d. stóru tóbaksfyrirtækjunum eða olíu- og kolaiðnaðinum. Gefið er í skyn að enn hafi ekki skipast sátt um ýmis grundvallaratriði, allt til þess að fresta því að gripið verði til sársaukafullra aðhaldsaðgerða. Þessir sölumenn efans, svo notuð sé líking frá vísindasagnfræðing- unum Naomi Oreskes og Erik M. Conway,11 eru flestir hverjir tengdir frjáls hyggju hug veitum sem helga sig útbreiðslu óhefts markaðs búskap ar. Ótti þeirra er sá að allar reglugerðir, t.d. þær sem ætlað er að takmarka losun freons, gróðurhúsalofttegunda og DDT, eða bara ein faldar lagasetningar um reykingar í opinberu rými, verði sem vatn á myllu reglugerðarkölska. Kenning þessa vel skipulagða þrýstihóps er sú að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.