Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 31
„ O g s y n g u r e n g i n n f u g l“ TMM 2011 · 3 31 landseyjum 1984, í Kanada 1985 og Sviss 1986,37 svo nokkur dæmi séu tekin. Líklega er bandaríska banninu ætlað að vera fordæmisgefandi í málflutningi Hannesar Hólmsteins og skoðanasystkina hans því þannig má betur koma höggi á Rachel Carson og auka ábyrgð vestrænna umhverfisverndarhreyfinga. 2) Alþjóðlegt bann við notkun DDT hefur aldrei verið í gildi þó að svo megi ætla af málflutningi Hannesar Hólmsteins og annarra fulltrúa pólitískra þrýstihópa. Meira að segja Stokkhólms-sáttmálinn frá 2001 undanskilur DDT, en sáttmálinn snýst um bann við notkun ákveðinna lífrænna eiturefna sem þykja sérstaklega hættuleg umhverfinu og heilsu manna. Þó er sáttmálinn gjarnan dreginn fram af frjálshyggjumönnum sem vitnisburður um alþjóðlegt bann og það þrátt fyrir að þar sé skýrt tekið fram að nota megi DDT í baráttunni við mýraköldu.38 Af orðum Hannesar Hólmsteins má jafnframt draga þá ályktun að yfirlýsing Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar frá 2006 sé til vitnis um árangur frjálshyggjumanna í baráttunni fyrir lögleiðingu DDT, en því fer víðs fjarri. Yfirlýsingin sem Hannes vitnar til ítrekar einfaldlega afstöðu stofnunarinnar til margra ára. Í tilkynningu frá WHO tveimur árum fyrr sem ber nafnið „10 hlutir sem þú þarft að vita um DDT-notkun samkvæmt Stokkhólms-sáttmálanum“, kemur t.d. fram að DDT-notkun sé heimil sem sóttvarnartæki, en hana verði að takmarka við úðun innan dyra.39 3) Ýmsar sérkennilegar eyður eru í málflutningi Hannesar sem gera lítið annað en að afvegaleiða þá lesendur sem vita ekki betur. Hvers vegna kýs Hannes að ræða baráttu yfirvalda á Sri Lanka við mýraköldu í tengslum við bann Bandaríkjamanna? Það er rétt hjá Hannesi að fram til 1963 skilaði DDT undraverðum árangri á Sri Lanka. En sú ákvörðun að hætta að nota DDT sem sóttvarnaraðferð um nokkurra ára skeið frá 1964 kemur banni bandarísku umhverfisstofnunarinnar ekkert við, enda tók það bann ekki gildi fyrr en átta árum síðar. Yfirvöld á Sri Lanka héldu um tíma að þau hefðu unnið bug á mýraköldu og eftir að tilfellum tók að fjölga á nýjan leik, juku þau aftur stórlega notkun eiturefnisins. Um miðjan áttunda áratuginn urðu þau þó að lokum að játa sig sigruð, moskítóflugurnar voru orðnar ónæmar fyrir eitrinu og DDT-úðun því vita gagnslaus. Á Sri Lanka og víða annars staðar var notkun efnisins hætt vegna þess að það skilaði ekki lengur tilætluðum árangri og kemur banni EPA ekkert við. Á Sri Lanka sönnuðust þau orð Carsons, sem áður var vitnað til, að í sumum „tilfellum getur verið skynsamlegra að sætta sig við minniháttartjón fremur en að losna við það um tíma, ef það kostar það, þegar til lengdar lætur, að sjálf vopnin gegn því glatast“.40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.