Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 47
Í k j a l l a r a n u m TMM 2011 · 3 47 gaman af honum. Þegar ég er búinn að troða í pípuna og kveikja í henni fer ég út á svalir ef það er veður til þess og drekk kaffið mitt. Ég á ágætis kíki frá Bausch og Lomb. Ég nota hann til þess að fylgjast með hverfinu sem er hinum megin við lágina. Þar hefðum við auðvitað átt að byggja. Í hverfi sem var komið betur af stað. Þar eru húsin nánast fullkláruð, þar eru garðar og heitir pottar og börn að leik. Í hverfinu okkar er ekkert svoleiðis. Þegar ég set upp kíkinn og skima yfir hverfið líður mér eins og skipstjóra sem sér til lands en organdi brimið er bara svo mikið að hann nær ekki að sigla til hafnar. En hann grætur ekki örlög sín. Hann veit að hann á ekki afturkvæmt. En það var svo sem alltaf ófrávíkjanlegt samningsatriði. Möguleikinn á því að drukkna eða steyta á skeri. Ég kíki inn um glugga og sé fjölskyldur á náttfötunum að borða morgunmat. Grátandi börn sem vilja ekki fara í skólann og fólk stíga inn í bíla og aka af stað í vinnuna. Af og til kemur það fyrir að einhver snýr vanganum í átt að mér. Kannski er það glampinn frá kíkinum sem fær fólk til að snúa vanganum. Ég veit það ekki. En þá hlýnar mér aðeins um hjartaræturnar. Ég er ekki að hnýsast. Ég lít ekki þannig á málið. Ég er að fylgjast með. Ég hef fjárfest í lífi þessa fólks af áhuga. Það er engin öfund í mér. Það er bara svo hughreystandi að sjá þau við leik og störf. Ég er enginn pervert. Ef ég sé fólk nakið eða að ríða þá læt ég kíkinn síga. Það verður auðvitað að ríkja trúnaður. Ég ætti að minnast aðeins á kjallarann í húsinu okkar. Hann varð aldrei að neinu. Ekki að því sem hann átti að verða. Hugmyndin var að þar yrði lítil íbúð handa dóttur okkar og manninum hennar og auðvitað væntanlegum barnabörnum. Íbúð sem þau gætu búið í á meðan þau væru að koma undir sig fótunum hérna heima eftir sérnámið. Það er neglt fyrir gluggana í kjallaraíbúðinni. Þar er klósett en enginn vaskur ennþá, ekkert bað og engin sturta. Við förum aldrei niður í kjallara. Kannski er það bara of sárt. Að horfa upp á eitthvað sem aldrei verður að neinu. Vitandi það að dóttir okkar og maðurinn hennar eru ekkert á leiðinni heim eftir sérnámið. Það er auðvitað aldrei rætt öðruvísi en í tengslum við gengið og hrunið og atvinnuleysið. Það er aldrei rætt á tilfinningalegum grunni. Það er algjörlega í undirtextanum. Í þögninni á línunni þegar við hringjum út í dóttur okkar og manninn hennar. Þau eru ekki á leiðinni heim. Hún Kata mín stakk upp á því að ég myndi þrífa kjallarann sem stendur auður vegna þess að allt geymsludótið okkar er inni í bílskúrnum sem er tvöfaldur. En þar sem við eigum ekki lengur tvo bíla er nóg pláss þar. Hún Kata mín stakk upp á því að ég myndi þrífa kjallarann vegna þess að hana langaði að kaupa vefstól og koma honum upp niðri í kjallara. Mér leist ekkert illa á það. Ég þurfti bara að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.