Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 49
Í k j a l l a r a n u m TMM 2011 · 3 49 Henni fannst þetta ekkert fyndið. Svo fór hún að öskra. Lamdi í hurðina og heimtaði að ég hleypti henni út. Hurðin í kjallaranum er nefnilega þannig að þegar henni er læst verður að opna hana með lykli. Bæði að innan- og utanverðu. Þetta var svo sem ekkert sem við hugsuðum út í þegar hurðin var keypt. Kannski eru kjallarahurðir í dag bara hannaðar svona. Undir kvöldið fór hún Kata mín að gráta. Ég stóð fyrir utan hurðina og reykti pípuna mína. Hlustaði á hana gráta. Svo þóttist ég ganga í burtu. Steig fast til jarðar og tók nokkur skref en læddist svo til baka að hurðinni og lá á hleri. Hlustaði á ekkasogin í henni þar til mér var orðið kalt. Þá fór ég aftur inn í húsið. Ég fór inn í eldhús og smurði nokkrar samlokur og hellti mjólk í glas. Ég fann lítinn bakka sem ég var viss um að ég gæti smeygt inn um kattalúguna á hurðinni og svo fór ég inn í svefnherbergi og náði í bókina sem bókaklúbburinn hennar Kötu minnar er að lesa. Svo fögur bein eftir Alice Sebold. Ég sá frétt um það á CNN að leikstjórinn sem gerði þríleikinn upp úr Hringadróttinssögu ætlar að kvikmynda hana. Ég lagði bókina á bakkann og fór svo út og að kjallarahurðinni og renndi bakkanum inn um kattalúguna. Hún Kata mín sárbað mig um að opna fyrir sér og var nú farin að vola eins og dóttir okkar var vön að gera þegar hún var lítil. Þó að það sé langt síðan það var þá man ég að volið var oftast merki um það að hún væri orðin dauðþreytt, litla skinnið, og kominn tími til að fara að hátta. Ég sagði henni Kötu minni því að vera dugleg að borða matinn sinn, lesa dálítið í bókinni sinni og fara svo að hátta. Hún svaraði engu heldur heyrði ég bara brothljóð þegar hún kastaði bakkanum með smurða brauðinu og mjólkurglasinu og Svo fögrum beinum eftir Alice Sebold í vegginn. Svo fór hún aftur að öskra. Ég gekk frá kjallarahurðinni og að húsinu framanverðu. Stóð úti á götu og hlustaði eftir öskrunum. Ég heyrði einungis lágan óm berast frá húsinu. Ég leit upp og niður eftir götunni okkar og þá tók að hvessa svo undir tók í flaksandi byggingarplasti. Það drekkti algjörlega ópunum í henni Kötu minni. Svo fór ég inn í húsið og settist við kamínuna. Ég hafði fundið koníakspela í bílskúrnum og kveikti upp í kamínunni og pípunni minni og dreypti á gylltum vökv- anum. Og mér var hlýtt að innan. Ég bætti mótatimbri á eldinn og setti tærnar eins nálægt logunum og ég gat til að hlýja mér. Ég kláraði úr pel- anum og hlustaði á snarkið í eldinum. Ég heyrði lága dynki úr kjallar- anum af og til. Hún Kata mín var að berja með hnefunum í timbrið sem var neglt fyrir gluggaopin í kjallaranum. En það var ekki til neins. Það var kyrfilega neglt fyrir þau. Við vorum heppin með iðnaðarmenn á meðan við höfðum ennþá efni á þeim. Stuttu eftir að mér var sagt upp bauðst mér að fara á hugleiðslunámskeið fyrir atvinnulausa. Eða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.