Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 51

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 51
TMM 2011 · 3 51 Úlfhildur Dagsdóttir Codus criminalus: Mannshvörf og glæpir Fyrir nokkrum árum var ég á gangi um Reykjavíkurborg, á björtum vordegi, þegar síminn byrjar að hringja í úlpuvasanum. Ungur maður kynnir sig og segist vera frá Viðskiptablaðinu og sig langi til að spyrja mig nokkurra spurninga um Arnald Indriðason: af hverju hann sé svona vinsæll? „Nú það er kuldinn,“ svara ég að bragði, því eins og allir vita eru bjartir vordagar í Reykjavík ákaflega kaldir, „og auðnin,“ bæti ég við, eftir að hafa horft aðeins í kringum mig – þótt ég væri á gangi um vel gróið íbúðahverfi sást ekki nokkur sála á ferli. Það er semsagt sviðsetningin sem kemur fyrst upp í hugann þegar ég hugsa til bóka Arnaldar. Enda er sviðsetningin eitt helsta sérkenni þeirra, hún skapar það sterka og sérstæða andrúmsloft sem þar ríkir. Annað atriði, sem skiptir máli fyrir vinsældir bókanna, er hversu hæglátar þær eru, næstum þunglamalegar. Áður en Arnaldur hafði náð alþjóðlegum vinsældum skoðaði ég enska kynningarsíðu bókaútgefanda hans en þar var bókum höfundarins lýst sem „fast paced thrillers“. Ég hló upphátt, ekki bara að þessari fáránlegu lýsingu heldur misskilningnum sem í henni fólst: að það að kynna sögur Arnaldar undir þessum formerkjum væri til þess fallið að auka vinsældir þeirra. Því „fast paced“ er alls ekki málið þegar kemur að þessum bókum. Þetta á reyndar ekki aðeins við um sögur Arnaldar, því margt af því sem hér kemur fram um þær á einnig við norrænar glæpasögur yfir- leitt. Vinsældir norrænu glæpasögunnar ganga ekki aðeins þvert gegn öllum hugmyndum um „léttmeti“ heldur einnig gegn hefðbundnum hugmyndum um hvað vænlegt sé til vinsælda, svona almennt séð. Upp til hópa eru þessar sögur hægar, eiginlega þunglyndislegar, myrkar, svartsýnar, einmanalegar, kuldalegar, fullar af félagslegum vanda- málum …1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.