Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 60
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 60 TMM 2011 · 3 dæmi um að norræna glæpasagan einkennist af endurkomu gamaldags lögreglustarfa, sem útheimta leiðinlega og endurtekningasama og iðulega tilgangslausa vinnu, öfugt við aukna áherslu á smart, hraðvirk og hárnákvæm tæknileg og réttarmeinafræðileg atriði í rannsóknum mála sem nú tröllríða bandarískum glæpasögum.20 Þetta eykur á raunsæið og á auðvitað líka sinn þátt í því að gera sögurnar svo hægar og þunglamalegar sem raun ber vitni. Hinn hægi stíll hefur í för með sér að tungumálið er laust við allan glamúr. Þetta kemur meðal annars vel fram í sögum Arnaldar en í grein sinni „Á kálfskinnsfrakka eða Arnaldur Indriðason og bókmenntahefðin“ bendir Bergljót Kristjáns- dóttir á hvernig fordómar gagnvart glæpasögunni á Íslandi birtast í gagnrýni á stíl Arnaldar sem þótti lélegur, þurr og flatur. Bergljót hafnar þessu alfarið og það þarf ekki annað en að skoða textadæmin hér að ofan til að sjá hvernig Arnaldur tálgar stílinn markvisst niður, allt til að skapa andrúmsloft við hæfi. Segja má að stíllinn fylgi mælskulist Erlendar sjálfs. Sem dæmi má nefna lýsingu snemma í Furðuströndum en þar hefur Erlendur slegist í för með refaskyttunni sem hann hittir snemma í bókinni. Sá er afar málglaður og segir Erlendi langar sögur: Erlendur „vissi ekki hvort bóndinn var að hugsa upphátt og ákvað að þegja.“21 Þannig velur hann iðulega að þegja frekar en segja eitthvað bara til að segja eitthvað og það sama á við um stíl sagnanna. Þessi agaða framsetning er enn í mótun í fyrstu tveimur bókunum og í Dauðarósum ber nokkuð á löngum einræðum gegn kvótakerfinu en ádeila á það er eitt af lykilatriðum bókarinnar. Kvótakerfið er eitt af fáum hreinræktuðum pólitískum málum sem tekin eru fyrir í bókum Arnaldar en gagnrýni á það kemur aftur fram í Bettý. Frá og með Mýrinni hefur stíllinn slípast og samfélagsleg ádeila er fléttuð inn á látlausari hátt. Gott dæmi er Vetrarborgin þar sem umfjöllun, upp- lýsingum og vangaveltum um stöðu innflytjenda á Íslandi er haganlega komið á framfæri í litlum dreifðum skömmtum. Mörg málanna sem tekin eru fyrir í verkunum tengjast eiturlyfjum og fíkn, oft og iðulega í sambandi við börn Erlendar. Kynferðisleg mis- notkun og annað ofbeldi kemur víða fram, allt frá Sonum duftsins til Svörtulofta, með viðkomu í Röddinni. Nauðgun á konum er aðalvið- fangsefni Myrkár en er einnig mikilvægur þáttur Mýrarinnar, þrátt fyrir að dregið hafi verið úr þeim hluta í kvikmyndinni.22 Heimilisofbeldi er meginstefið í Grafarþögn og stéttaskipting og stéttafordómar koma reglulega við sögu, allt frá Sonum duftsins þar sem tossabekkir eru mikilvægur þáttur plottsins. Gróðærið er ekki áberandi stef í bókunum, þó ádeilu á græðgisvæðinguna megi greina hér og þar, en það er ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.