Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 62
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 62 TMM 2011 · 3 spurði hún og naut þess að sjá Erlend engjast fyrir framan sig.“26 Þannig spilar Arnaldur á tvær andstæður íslensks veðurfars og fellir saman í eitt en nístandi birtan er þó greinilega meiri óvinur Erlendar en köld þokan. Þetta umhverfi hvítrar auðnar er ekki aðeins áberandi í verkum Arnaldar heldur einkenni margra norrænna glæpasagna. Þær þrífast að miklu leyti á þessari ímynd norðursins sem heims myrkurs, kulda og auðnar.27 Auðninni fylgir líka ákveðin hugmynd um hreinleika, allt þetta hvíta óendanlega rými skapar tilfinningu fyrir friðsæld og sak- leysi. Út á þessa mótsögn gera svo norrænir glæpasagnahöfundar, mitt í þessari friðsæld finnast ummerki um ofbeldi, blóðug lík. Þannig ná þeir að spila á þetta tvennt, allt myrkrið, kuldann og auðnina með sínum undirtónum grimmdar, lögleysu og einmanaleika, og svo þessa hug- mynd um hreinleika hins hvíta og ósnerta sem er rofinn af glæpum. Arnaldur hnykkir svo enn á þessu með aðalpersónu sinni, Erlendi, og tengir glæpamálin kulda og auðn með stöðugum tilvísunum í fortíð hans og hvarf bróðurins. Eins og áður segir er Erlendur vinur vetrarins, næstum því einskonar morri, því oft og tíðum virðist allt kólna í kringum hann. Þessi sviðsetning er stöðugt ítrekuð, eins og í kaldranalegu umhverfinu í Sonum duftsins, stöðugum haustrigning- unum í Mýrinni, kalda hótelherberginu í Röddinni, aftakaveðrinu sem brestur á þegar lausn málsins nálgast í Vetrarborginni, banvænum kulda vatnanna í Harðskafa og sívaxandi kuldanum í Furðuströndum. Þó Harðskafi gerist um síðsumar þá fjallar bókin um kulda, bæði sem hluta af plottinu og svo kuldann sem búið getur í mannssálinni og það sama má segja um Kleifarvatn. Þessi einkenni má tengja sjálfum stílnum sem einmitt er knappur og laus við skraut eins og fram hefur komið. Skoðum þessar setningar úr Furðuströndum: Hann stóð hjá Urðarkletti og sá refaskyttuna nálgast hægum skrefum. Þeir heilsuðust kurteislega í súldinni. Orð þeirra rufu kyrrðina eins og þau kæmu úr annarlegum heimi. Það hafði ekki sést til sólar í nokkra daga. Þoka lá yfir fjörðunum og spáð var kólnandi og snjókomu á næstu dögum. Náttúran var lögst í vetrardvala.28 Hér þjónar hvert orð sínu hlutverki – Urðarklettur, hæg skref, súldin, kyrrðin, annarlegur heimur, ekki sést til sólar, þoka, kólnandi, snjókoma, vetrardvali – allt til að skapa þétta umlykjandi stemningu eyðilegs og napurs landslags. Ein setningin felur í sér myndmál – „Orð þeirra rufu kyrrðina […] annarlegum heimi“ – en sú mynd er einföld og undir-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.