Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 64
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 64 TMM 2011 · 3 afskekkta og dreifða sögusviðs. Hann nýtir sér sögusviðið vel, meðal annars með því að gefa tilfinningu fyrir fjarlægðum (Erlendur er alltaf blússandi á jeppa milli bæja, þorpa og kirkjugarða og yfirhöfuð út um allar þorpagrundir), auk lýsinga á umhverfi, fólki, samfélagi fyrri tíma og tíma sögunnar, og svo er gefin fyllri mynd af bernsku Erlendar sjálfs, foreldrum hans og týnda bróðurnum. „Þú varst ljóta sendingin“ segir fyrrverandi eiginkona Erlendar við hann þegar þau hittast að áeggjan Evu Lindar.31 Hún er enn bitur eftir að hafa tapað frá sér því sem hún áleit vera hið fullkomna borgaralega líf með eiginmanni og börnum. Í bókmenntaumræðu hérlendis hefur þessi hugsun stundum skotið upp kollinum, að glæpasagnabylgjan sem Arnaldur er að mestu leyti ábyrgur fyrir sé ljót sending inn í hið hvíta og tæra fagur- bókmenntalandslag Íslands. Slíkt sýnir ekki aðeins vanþekkingu og fordóma á glæpasagnaforminu almennt heldur einnig lítilsvirðingu gagnvart því mikilvæga hlutverki sem glæpasögur þjóna, meðal annars sem samfélagsádeila. Vinsældir glæpasagna, sem oft eru taldar þeim til vansa, má svo skoða í enn víðara samhengi. Arnaldur er í augnablikinu ekki aðeins vinsælasti rithöfundur landsins, heldur líklegast orðinn þekktasti íslenski höfundur okkar erlendis. Ljóst má vera að vinsældir skáldsagna hans erlendis hafa leikið veigamikið hlutverk í því að kynna íslenskar bókmenntir utan landsteinanna. Því er óhætt að segja að öfugt við það að vera ljót sending eru bækur Arnaldar kærkomin viðbót í flóru íslenskra bókmennta, bæði heima og að heiman. Og hvort sem Erlendur er allur í lok Furðustranda eða ekki þá er þætti Arnaldar Indriðasonar í íslenskri bókmenntasögu langtífrá lokið. Tilvísanir 1 Svona sem hliðarspor má nefna að samhliða vaxandi vinsældum norrænu krimmanna hafa vinsældir svokallaðra kósí-krimma aukist mjög. Þetta er dálítið eftirtektarvert því varla er hægt að hugsa sér ólíkari fyrirbæri. Í norrænu sögunum er, eins og áður segir, allt dimmt og þungt og erfitt og kalt og bara yfirhöfuð eymdarlegt og ömurlegt, en í kósí-krimmunum er allt, eins og yfirskriftin gefur til kynna, kósí og huggulegt og krúttlegt (kettir eru vinsælir) og oftar en ekki er þar fjallað um efri stéttir samfélagsins, allavega vel stætt fólk sem getur dundað sér við að þefa uppi leyndardómsfull atvik sem gætu verið glæpir. 2 Arnaldur Indriðason, Kleifarvatn, Reykjavík, Vaka-Helgafell 2004, bls. 188. 3 Vísuna má meðal annars finna í Vísunni: Úrvalsstökur eftir 120 höfunda, Kári Tryggvason valdi, Reykjavík, Almenna bókafélagið 1978. 4 Arnaldur Indriðason, Synir duftsins, Reykjavík, Vaka-Helgafell 2003 (1997), bls. 11. 5 Sama, bls. 75.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.