Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 67
TMM 2011 · 3 67 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Arabíska vorið Í byrjun þessa árs urðum við vitni að sögulegum atburðum sem ekki sér fyrir endann á og boða nýja tíma í Miðausturlöndum1. Ungt fólk ruddi úr vegi hindrunum sem virtust óhreyfanlegar, gamlir valda- karlar hrökkluðust frá völdum og rótgrónar einræðisstjórnir hrundu á örfáum vikum. Allt gerðist þetta án miðstýringar og ofbeldis af hálfu mótmælenda og í gegnum moldviðri hryðjuverkaumræðunnar sjá Vestur landa búar að arabar eru rétt eins og þeir – fólk sem vill frið og frelsi. En þó að mikilvægum hindrunum hafi verið rutt úr vegi er enn langur vegur að markmiðinu um réttlæti, lýðræði og frelsi. Aftur- haldsöfl eiga án efa eftir að ná vopnum sínum á ný en varla til lang- frama. Lýðræðisþróunin í Miðausturlöndum verður ekki stöðvuð frekar en í Mið-Evrópu 1848 eða Austur-Evrópu 1991. Fræjunum hefur verið sáð og áður en langt um líður mun vaxa upp af þeim breytt samfélags- skipan. Byltingarárið 1848 Það er áhugavert að bera saman byltingarárið í Evrópu 1848 og bylt- ingarnar í Miðausturlöndum núna. Margir hafa haldið því fram að fyrir tilstuðlan öflugrar fjölmiðlunar og nýrra samskiptamiðla hafi byltingar- hreyfingarnar í Miðausturlöndum borist jafn hratt yfir og raun ber vitni. En öflugar og lífvænlegar hugmyndir hafa alltaf ferðast hratt og fundið sér farveg þótt ekki sé fjölmiðlum fyrir að fara. Árið 1848 reis byltingar- hreyfingin fyrst á Sikiley á Ítalíu í lok janúar, í febrúar reis fólkið upp í París og í mars hafði hreyfingin borist til þýsku ríkjanna, Danmerkur, Ung verja lands, Póllands og Sviss. Byltingarbylgjurnar bárust m.a. hingað til Íslands og endurómuðu í orðunum „Vér mótmælum allir“ á þjóð fund inum 1851 við tillögum um að Ísland yrði óaðskiljanlegur hluti Danaríkis. Í Miðausturlöndum á þessu ári hófust mótmælin í Túnis í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.