Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 68

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 68
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r 68 TMM 2011 · 3 byrjun janúar, í lok janúar höfðu þau borist til Kaíro, um miðjan febrúar reis fólkið upp í Líbíu, Jemen og Bahrain og í mars var röðin komin að Sýrlandi. Rétt eins og núna voru byltingarnar 1848 að mestu sjálfsprottnar og bornar uppi af verkalýð og millistétt borganna undir forystu ungra menntamanna. Kröfurnar sneru bæði að stjórnarfari og lýðréttindum og mótuðust jafnt af hugmyndum frjálslyndis, þjóðernisstefnu og sósíalisma. Fólkið krafðist lýðræðisumbóta á stjórnarfari, félaga- og tjáningafrelsis en líka betri aðbúnaðar fyrir verkalýð borganna. Víðast hvar gerðu byltingarhreyfingarnar mikinn usla en engu að síður náði valdstjórnin undirtökum á ný. Konungi var steypt af stóli í Frakklandi og Louis Napoleon Bonaparte var kjörinn forseti en gerði svo sjálfan sig að keisara árið 1852. Í Þýskalandi varð til hreyfing þingræðissinna sem samdi nýja stjórnarskrá en Friðrik Vilhjálmur Prússakonungur braut hreyfinguna undir sig og samdi nýja stjórnarskrá eftir eigin höfði. Það var helst í Danmörku sem breytingar urðu varanlegar en Friðrik 7. afsalaði sér einveldi og kosið var til stjórnlagaþings sem samdi nýja stjórnarskrá sem fól í sér þingbundna konungsstjórn. En þrátt fyrir bakslag varð aldrei aftur snúið til þess gamla lénskipulags sem var ríkjandi fyrir 1848, enda vinnur enginn sitt dauðastríð. Hug- myndirnar um frelsi og lýðréttindi voru komnar til að vera og mótuðu alla pólitíska umræðu og umbætur í álfunni eftir það. Frjálslyndar hugmyndir höfðu ekki bara áhrif á stjórnarfarið heldur líka á stöðu kirkjunnar og verulega dró úr áhrifavaldi hennar í veraldlegum málum. Margt bendir til að það sama muni núna gerast í Miðausturlöndum og að áhrifavald pólitískra islamista muni minnka verulega. Hrun kommúnismans 1991 Þegar ég var að taka út pólitískan þroska á áttunda áratug síðustu aldar fannst ungu fólki eins og kalda stríðið hefði djúpfryst stöðu heimsmála og við ættum ekki afturkvæmt úr því frosti. Í meira en mannsaldur hafði heimurinn skipst í tvær blokkir – austur og vestur, kommúnista og kapítalista – og í núningnum milli þeirra marðist öll frjáls og skapandi pólitísk hugsun. Smá lækjarsprænur fundu sér að vísu leið undan jökl- inum en urðu aldrei að neinu fljóti. Það var ekki fyrr en alvarlegir þver- brestir komu í efnahagskerfi Sovétríkjanna sem raunveruleg bráðnun hófst með tilheyrandi jakaburði. Fólkið í Austur-Evrópu, sem var orðið langþreytt á spilltu og þunglamalegu valdakerfi, krafðist lýðræðis, rétt- lætis og sjálfsvirðingar. Munurinn á uppreisninni í Austur-Evrópu og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.