Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 71
A r a b í s k a v o r i ð TMM 2011 · 3 71 miðlana á netinu breiddist það út eins og eldur í sinu og það var ekki fyrr en allt var orðið alelda sem ráðamenn rönkuðu við sér. Talið er að um 15 milljónir hafi tekið þátt í mótmælunum í Egyptalandi og þar af um 5 milljónir í Kaíró þrátt fyrir að þær milljónir sem búa við algera örbirgð í hreysabyggðum borgarinnar hafi tekið takmarkaðan þátt í mótmæl- unum. Ekki er ólíklegt að sú óánægja sem þar kraumar eigi enn eftir að koma upp á yfirborðið. Það sem kallaði fólkið út á göturnar var öðru fremur tvennt; annars vegar reiði yfir hækkandi verði á lífsnauðsynjum og viðvarandi atvinnu- leysi og hins vegar reiði yfir gríðarlegri misskiptingu. Hvort tveggja afleiðing þeirrar stefnu í efnahagsmálum sem fylgt hafði verið í Mið- austurlöndum eins og víðast hvar í þróuðum ríkjum í rúm 20 ár. Fá- menn yfirstétt lifði í miklum munaði og óhófi meðan allur þorri fólks átti fullt í fangi með að draga fram lífið og ungt, menntað fólk mældi göturnar. En þetta á ekki bara við í arabaheiminum því víða á Vestur- löndum jókst bilið milli ríkra og fátækra umtalsvert um og eftir síðustu aldamót. Það er því mikil og þægileg einföldun að halda því fram að uppreisnin beinist einvörðungu að tilteknum valdamönnum í Mið- austurlöndum þegar margt bendir til að hún beinist gegn þeirri stefnu í efnahags- og stjórnmálum sem hefur ráðið för á undanförnum 20 árum og enn mótar pólitíska hugsun á Vesturlöndum.3 Sinn er siður í landi hverju Í Önnu Kareninu segir Tolstoy eitthvað á þá leið að allar hamingjusamar fjölskyldur séu hver annarri líkar en sérhver óhamingjusöm fjölskylda sé óhamingjusöm á sinn sérstaka hátt. Þetta má auðveldlega heimfæra upp á arabalöndin þar sem aðstæður eru um margt ólíkar þó svo að löndin tilheyri sama menningarsvæði. Segja má að óhamingjan hafi verið nokkuð útbreidd í arabalöndunum og því raunar ekki spurning hvort heldur hvar og hvenær hún myndi leita útrásar. Þegar það svo gerðist í Túnis varð sameiginleg menning og tungumál til að flýta fyrir útbreiðslunni. Í öllum þessum löndum hefur fólk sterka tilfinningu fyrir því að tilheyra sameiginlegu menningar- svæði og eiga sameiginlega arfleifð – vera hluti af sömu fjölskyldunni eins og við Norðurlandabúar þekkjum – þó að pólitísk saga og aðstæður séu nokkuð mismunandi. Arabísk þjóðernishyggja, eða pan-arabismi, í anda Nassers4 er ekki til staðar og svo virðist sem sjálfsmynd fólks sé mjög bundin tilteknum landsvæðum sem stundum fara saman við þjóðríkið en stundum ekki. Túnis og Egyptaland mega kallast þjóðríki
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.