Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 76
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r 76 TMM 2011 · 3 sem mótast hafa á 60 árum, finna varanlega lausn sem virðir orðræðu og sársauka beggja aðila og gerir báðum kleift að lifa með reisn á svæðinu. En til að þetta megi takast þarf að ýta mönnum sem hafa eignarhald á deilunni út af sviðinu. Pólitísk tilvera slíkra manna réttlætist oftar en ekki af andstæðingnum en ekki endilega því sem þeir hafa fram að færa. Þetta er þekkt víða um heim. Frummyndin á sér spegilmynd og hvorug getur án hinnar verið. Sú hugarfarsbylting sem fylgir arabíska vorinu þarf ekki síst að felast í því að losa gömul átök úr viðjum þessara manna og leiða þau til lykta eftir skynsamlegum leiðum. Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í september ræðst hvort tekst að koma deilunni í farsælan farveg sem leiðir til tveggja ríkja lausnar eða hvort hún veldur uppreisn og átökum á svæðinu sem getur dregið mikinn dilk á eftir sér. Staða kvenna Gríðarlega mikið er skrifað í blöð, tímarit og á vefsíður um ýmsar hliðar uppreisnanna í arabalöndunum en það er ekki auðvelt að finna efni um áhrif þeirra á stöðu kvenna. Það segir sína sögu um hvert matið er á mikilvægi mannréttinda kvenna. Staða kvenna er mjög bágborin í öllum uppreisnarlöndunum og réttindi þeirra fyrir borð borin. Af 134 ríkjum sem metin eru af World Economic Forum eru Sýrland og Egyptaland í sæti 124 og 125 þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Í Túnis er ástandið heldur skárra en það er í 107. sæti. Það er því til mikils að vinna fyrir konur. Flest bendir til að fólkið sem var í fararbroddi upp- reisnarhreyfinganna hafi verið merkilega laust við fordóma og opið fyrir þátttöku allra, kvenna jafnt sem karla. Skipulag uppreisnanna var laust í reipunum og það má kannski orða það þannig að það hafi bæði verið fljótandi og flatt og þar með laust undan áhrifum hefðbundinna flokks- stofnana og trúarlegum jafnt sem pólitískum slagorðum. Einmitt þess vegna náði uppreisnarhreyfingin til venjulegs fólks og tókst að virkja konur sem voru mjög afgerandi þátttakendur í uppreisnarhreyfing- unum og stóðu þar þétt við hlið karla. Þegar uppbyggingarstarfið hófst í kjölfar brotthvarfs Mubaraks af forsetastóli hefði verið ástæða til að ætla að þær fengju eðlilega hlutdeild í því starfi en sú er alls ekki raunin. Í stjórnlagaráðinu sem falið var að semja tillögur að breytingum á stjórnarskránni störfuðu engir kvenkyns sérfræðingar þrátt fyrir að Egyptar eigi marga slíka bæði á sviði laga og stjórnarfars. Auglóst er að konur eiga engan stuðning vísan og verða sjálfar að brjóta sér leið að þeim samningum sem gerðir verða í kjölfar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.