Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 77

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 77
A r a b í s k a v o r i ð TMM 2011 · 3 77 byltingarinnar. En það er gömul saga og ný að í kjölfar byltingar eða samfélagsumróts eiga karlar yfirleitt auðvelt með að ná samstöðu um að gefa afslátt af réttindum kvenna. Setja málefni kvenna á ís meðan önnur og að þeirra mati mikilvægari mál eru leidd til lykta. Í þeirri frelsisbylgju sem fer yfir Miðausturlönd er því gríðarlega mikilvægt að koma í veg fyrir að hagsmunum kvenna verði fórnað – eins og svo oft áður. Þar getur stuðningur kvenna á Vesturlöndum skipt sköpum. Til marks um þessa hættu má nefna að í Egyptalandi hafa verið í gildi lög sem eiga að tryggja konum ákveðinn fjölda sæta á löggjafarþinginu. Bæði kvennasamtök og ýmis pólitísk samtök hafa verið mjög gagnrýnin á framkvæmd þessara laga en þau hafa engu að síður varað mjög við því að lögum sé breytt og kvennakvótar aflagðir án þess að annað fyrir- komulag, sem tryggi hlut kvenna, komi í þeirra stað. Þessi samtök hafa sett fram kröfu um kjördæmaskipan með lista- og hlutfallskosningu þar sem hlutur kvenna verði ekki undir 30%. Eins og mál standa núna bendir hins vegar flest til þess að kvennakvótar verði aflagðir án þess að fyrir liggi hvað komi í staðinn. Hins vegar stendur ekki til að leggja af umfangsmikla kvóta fyrir bændur og verkamenn sem líka eru í gildi í Egyptalandi. Í mörgum arabalöndum hafa konur og kvennasamtök lengi verið eins og milli steins og sleggju. Þær hafa átt tvo kosti og báða slæma. Á annan veginn hafa verið spillt stjórnvöld með einhvers konar kvenrétt- indastefnu sem haldið er uppi af ríkisstyrktum kvennasamtökum og á hinn bóginn eru svo islamistarnir þar sem lítið rými er fyrir frjáls- lyndar réttarumbætur í þágu kvenna. Hvorugur kosturinn er góður en báðir eiga það sameiginlegt að þagga niður í frjálsum félagasamtökum kvenna. Uppreisnirnar hafa leyst kraft kvenna úr læðingi og strax í lok janúar höfnuðu t.d. frjáls félagasamtök kvenna því að forsvar í mál- efnum egypskra kvenna, m.a. á árlegum fundi kvennanefndar SÞ, væri í höndum Þjóðarráðs kvenna sem var stofnað af eiginkonu Mubaraks. Kröfðust þau þess að ráðið yrði leyst upp. Þá hafa kvennasamtök í Egyptalandi nýlega mótmælt því að trúar- hópar múslima og kristinna geri konur að bitbeini í innbyrðis átökum undir því yfirskini að þeir séu að hugsa um hag kvenna. Eru kvenna- samtökin m.a. að vísa til átaka sem brutust út í maí vegna ungrar stúlku sem gerðist múslimi en var haldið fanginni af áhangendum koptisku kirkjunnar sem hún áður tilheyrði. Kvennasamtökin hafa bent á að reynslan hafi kennt þeim að þegar á reyni beri þessir trúarhópar hag kvenna ekki fyrir brjósti og beiti sér hvorki fyrir réttindum þeirra né bættum aðstæðum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.