Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 80
I n g i b j ö r g S ó l r ú n G í s l a d ó t t i r 80 TMM 2011 · 3 í arabaheiminum hafa afhjúpað holan hljóm í málflutningi þessara manna sem skipta fólki í „okkur“ og „hina“, þá sem eru með okkur og hina sem eru á móti. Málflutning sem í senn nærist á og nærir átök og fjandskap. Margt bendir til að tími þessara manna sé nú að líða undir lok bæði á Vesturlöndum og í arabaheiminum. Uppreisnirnar eru því kjörið tækifæri fyrir Vesturlöndin til að endurhugsa stefnu sína gagn- vart þessum heimshluta. Þá er ekki hægt að líta framhjá því að lýðræðisbyltingin í Miðaustur- löndum mun örugglega hafa áhrif á ungt fólk á Vesturlöndum og hefur raunar þegar gert það. Á Spáni söfnuðust þúsundir ungra kvenna og karla saman á Puerta del Sol, aðaltorginu í Madrid, og mótmæltu miklu atvinnuleysi, en það mælist nú um og yfir 30% meðal ungs fólks, og harkalegum sparnaðaraðgerðum spænskra stjórnvalda í kjölfar efnahagskreppunnar. Þau hafa búið sér til sérstakt samfélag á torginu og skipt sér í vinnuhópa þar sem rædd eru þau málefni sem brenna á spænsku samfélagi. Mikil áhersla hefur verið lögð á að mótmælin séu friðsamleg og þau einkennast af sama fljótandi og flata skipulaginu og mótmælin á Tahir-torgi. Á báðum stöðum svífur sami andi yfir vötnum – óskin um aukið lýðræði og val, meiri ábyrgð og sterkari siðferðisvitund stjórnmálamanna og meira jafnræði og jöfnuð í samfélaginu. Þessi andi hefur þegar náð til annarra Evrópuríkja en eftir stendur spurningin hvernig hann mun móta stjórnmálaumræðuna á komandi misserum og hver verði áhrifin af þeirri umræðu. Óeirðirnar í borgum Bretlands eru án efa angi af þessum meiði en óvíða er misskipting auðs og áhrifa jafn áberandi og þar. Ungt fólk sem hefur alist upp í frumskógi borganna, við félagslega, menningar- lega og jafnvel efnalega fátækt, fer um göturnar og eyðileggur allt sem ber einhvers konar velgengni vitni. Í óeirðunum fær það völd og kemst á dagskrá stjórnmálamanna og fjölmiðla. Það er svo umhugsunarefni fyrir Breta – og reyndar Vesturlandabúa – hvernig á því stendur að for- sprakkarnir virðast ekki hafa neitt augljóst markmið með aðgerðum sínum annað en að valda tjóni og tilviljun ein ræður hver verður fyrir barðinu á þeim. Hvað er framundan? Í Miðausturlöndum varð ekki samfélagsbylting árið 2011 heldur eru þar byltingartímar sem enn sér ekki fyrir endann á. Lenin, einn frægasti byltingarmaður allar tíma, sagði eitthvað á þá leið að það sem einkenni byltingartíma sé vangeta forystumanna til að stjórna með þeim hætti
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.