Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 84
F i n n u r Þ ó r Vi l h j á l m s s o n 84 TMM 2011 · 3 og rollum er títt: beint af augum, aldrei að beygja – eða lét rekast með stoltum semingi gat ég þó aldrei alveg sett fingurinn á. Ég fékk enda fljótt um annað að hugsa. Í þröngum firði, milli þverhníptra fjalla, kom ég að sjónum – króaður af. Fram úr barrinu birtust hælbítar mínir. Fremstur höfuðpaurinn, fylgdarmenn honum. Fyrir mér nú eru þeir aðeins syndandi svipir. Aðeins kenndirnar sitja eftir, hvernig barninu mér leið gegn forsprakk- anum. Ég fann ósa frá honum kúgunarlosta eineltishrottans, þess sem sölsar til sín völd yfir sinnulausum fjölda, deilir og drottnar, gerir einlægt að grimmustum fordæmum þá fáu sem rísa upp í hári hans. Það var og! Þar rifjast upp það sem helst stakk í augu við bófann. Í samanburði við mig, hornasa snáðann, var hann fádæma stór og þrekinn eftir aldri, þar með mjög hærður. Alkunna er að þeir sem hlotnast það happ að spretta fyrr grön en stallbræðrum sínum misnota gjarnan burði sína til að níðast á hinum óhörðnuðu. Þessi sór sig svikalaust í ættina. Rumurinn var fúlskeggjaður – að vísu þó aðeins svo langt sem gisin loðnan leyfði – og með herfilegan bítlalubba. Sem ég stóð þar og fann til smæðar minnar hófu allir þrír þegar að atyrða mig. Du dinn foraktugi dritsekk, du! Mótstand er heilt nýttelaust. Lát af hendi týfisgóssið, hrópaði hver í kapp við annan. Þögn mín og opineyg spurn munu hafa virst þeim látalæti, tilraun til að sýnast sakleysislegur. Hálfu æstari héldu þeir áfram: Upprörari og brákmakari! Du trenger ikke lúra neinn veð a spile dumm nu. Fram með sauðinn. Lát af hendi lommepenginn. Eller vi bönkum dig upp. En mér varð orða vant af öðrum sökum. Tilburðir þeirra til myndug- leika reyndust mega sín lítils gegn því að allir, ekki síst loðmennið, voru auðheyrilega í miklum mútum. Þar við bættust ambögurnar, linmælgin og, til að kóróna allt, hinn kostulegi framburður: Þráseta á fyrsta atkvæði, þá í hlandspreng yfir öll næstu eins hratt og tungan komst og endað á einslags tónrænu stangarstökki yfir hið síðasta – greinilega álitið spanna bróðurpart tónstigans og tæklað af tilsvarandi kappi og snerpu: ekkert til sparað að spenna sig upp. Herraguð, hvílík nauð á að hlýða! Og þá varð undrið. Hin pínlegu lýti á máli þeirra urðu strax til að stæla hug minn. Sú ógn sem mér stóð af hrottanum koðnaði stórum niður. Ég fann að hvað sem leið liðsmun og líkamsburðum átti ég alls kostar við þá á einu sviði: í munninum. Meðfædd gáfa, hin eðlislægasta herhvöt, gerði mér leiftursnöggt ljóst hvert gagnsóknin varð að beinast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.