Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 85
E y l ö n d TMM 2011 · 3 85 Ég hló að þeim, hátt og lengi. Lét svo kné fylgja kviði með fáeinum velvöldum sneiðum um málhelti þeirra og próvinsmennsku. Tungan er harðari en hnefinn, ef djarft er mælt, en því miður fánýt til návígisbardaga. Á hvoru tveggja fékk ég nú að kenna. Fantarnir ærðust við frýju mína og sóttu að mér með miklum gólum. Þeir léku mig hart: hrintu mér, felldu um koll, klipu og hárreyttu, hnúuðu hvirfil minn óþyrmilega. Verra fylgdi þó. Taglhnýtingarnir héldu mér föstum en for- sprakkinn stillti sér upp fyrir framan mig, tók um úlnliði mína og beitti mig hinu níðingslegasta bragði. Sjá, hann lýstr sik sjálfan! Hví lýstr du dig sjálfan? skrækti hann – knúði á meðan hendur mínar með sínum og lét dynja á vöngum mér. Lát af að ljósta dig sjálfan! hrópaði hann með hverjum kinnhest, undir hlátrum og eggjunarópum meðreiðarsveinanna. Pyndingarnar stigmögnuðust. Þær bárust út í sjó, hvar þeir kaffærðu mig og kvöldu á alla lund. Loks náði ég að slíta mig lausan. Þeir stóðu milli mín og strandar, vörnuðu mér leiðar til lands. Ég hopaði á hæli undan þeim, æ dýpra út. Sjórinn tók mér í mitti, þá maga, brjóst. Hann yfirvann þyngd mína, byrjaði að vagga mér. Loks stóð ég á tám með vatnið í höku, nef upp í loft; rétt með því að teygja mig eins og ég gat tókst mér að halda vitunum upp úr. Ég komst ekki lengra. Þeir nálguðust mig glottandi, ginu yfir mér, bröktu hnúana. Þá kvað við bak við mig bjartur jarmur svo undir tók í fjallkringdum firðinum. Með naumindum gat ég litið við. Kippkorn út lá kæna bundin við bauju. Og við kinnunginn, troðandi þróttmikinn marvaða, barðist kindin við að krafla sig um borð. Ég var með öllu ósyndur. Fátt var mér þó síður í hug, þar þá er vatns- borðið lapti mér vanga, en þess háttar þurrar staðreyndir, sparðatín- ingur. Ég hafði því engar vöflur á. Ég sneri mér frá landi. Tók skrefið út í tómið. Skyldi nokkurn tímann jafnlítið skref reynast slíkt risastökk? Ég komst um borð í bátinn. Hef aðeins óljósa hugmynd um hvernig. Ég fann – finn enn – hvernig hafsbotninn hvarf undan iljum mér, bragðið af sjó, belgfylli af sjó, það að anda að mér sjó; hvernig örvænting ýmist lamaði mig eða tryllti, sjálfsbjargarhvöt eins og eldingaleiftur í aðsteðjandi sortanum og, á síðustu stundu, undursamlega áferð viðarins – þurra og grófa og þykka – er ég loks náði taki á borðstokknum. Mitt fyrsta verk var að drösla rollunni um borð. Hún tók liðveislunni með opnum fjandskap. Barðist djöfulóð í höndum mér, beit og stangaði, kom á mig sparki hvar sem færi gafst. Jafnskjótt hún valt yfir borðstokk-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.