Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 93

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Qupperneq 93
E y l ö n d TMM 2011 · 3 93 Ég hló dátt – við granni minn hlógum báðir – á milli þess við náðum aftur andanum. Ofan í másið reyndist hláturinn fullmikil átök fyrir þrautpínd lungu vor og þind. Ákaft hóstakast leiddi af. Það hristi lausan hroða og vessa í vitum mér. Ég ræskti mig vendilega, hrækti svo á jörðina. Aðkomumennirnir horfðu þöglir á afurðirnar. Fýldu sumir grön en sumir hrylltu sig opinskátt. Aðeins kóngurinn lét sér hvergi bregða. Ég strauk handarbaki yfir munninn og mælti þungt og dræmt – vandaði mig enda að brýna mál mitt sem mest: Loks ertu hingað út kominn, Lubbi landkrabbi. Vart undrar mig þó sá óratími sem tók að þér yxu hreðjar að leggja á pollinn milli okkar. Síðast er við fundumst brast þér jafnvel móður að brúka vatn í haus þér til kembingar, hvað þá meira. Var þó engi vanþörf á. Og munt nú sem fyrr ætla þér gott til glóðar að slíta hér hræ og herleiða sakleysingja, þú þinn armi nábítur og uppivöðsluseggur! Kóngur leit aldrei í augu mér, né öðrum viðstöddum, heldur hélt til aðdáunarverðrar streitu mildri og fjarrænni störu á óvissan punkt hátt uppi yfir sjóndeildarhringnum. Á rósvörum hans, frábærlega litlum og bústnum, flökti agnarsmátt bros, vart nema líkt og daufasta stjarna í órafjarlægð. Spékoppar tindruðu í krítfölum kinnunum. Hann mælti lágt og settlega nokkur orð til fulltrúa síns, án þess að líta á hann. Tungutak hans var enn afbakaðra en fyrr, linmælt jóðl eða jarmur, úrkynjað handan alls skilnings. Eftir mikið bugt og beygingar og að afsögðum mjögflúruðum formála samkvæmt öllum hirðsiðum og prótókollum komst fulltrúinn loks að efninu. Þar eð þér þráspyrjið vorum vér raunar hingað fluttir á skipi lendra manna vorra héðanættaðra, að þeirra eigin ósk og frumkvæði. Er föruneyti vort fámennt og finnst eigi eggvopn þar með, utan smákuta til yddingar fjaðurstöfum vorum sem einir vopna brúkast nú á tíð í skiptum okkar Eylendinga. Annars er um skens yðvart að segja, sem jafnan fyrr, að það gremur oss hvorki né gleður fremur en geip óvita og þorpseðjóta endranær. Málpípan gerði hvíld og gjóaði augum hundslega á kónginn, kyngdi svo og hélt áfram er sá hafði lygnt aftur augum, kinkað örlítið kolli til samþykkis. Þér réttuð oss forðum fingurinn. Nú höfum vér fregnað að yður mörlöndum sé í mun að hneigja í vora átt annað og meira en einbera löngustöng yðvarra. Erum vér hingað út sigldir að signera og innsigla sáttmála þess efnis. Þvaður! hrópaði ég. Þvættingur! Hryðjuverk! Landráð! Ég hefði risið upp og velgt dónanum undir uggum, skorti þar aðeins þrek til. Svo
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.