Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Side 113
S i ð l e y s i á h e i m s m æ l i k va r ð a TMM 2011 · 3 113 Við munum ekki gera neitt sem skaðar efnahagslífið því það sem kemur fyrst er fólkið sem býr í Bandaríkjunum.3 Ef þessi við erum ekki fólk á Vesturlöndum heldur bara fólkið á Íslandi, þá er staðan ekki mikið skárri. Hér hefur sú rödd verið hávær, t.d. fyrir loftslagsfundinn í Kaupmannahöfn árið 2009, að íslensk stjórnvöld ættu að sækja um undanþágur frá takmörkunum á losun gróðurhúsalofttegunda. Þá stóðu íslensk stjórnvöld reyndar í lapp- irnar í fyrsta skipti í loftslagsmálunum og tóku ábyrga afstöðu ásamt ýmsum öðrum ríkjum. Forsvarsmenn íslensks atvinnulífs og íslenskra launþega virðast hins vegar ekki skilja þessa siðferðilegu hlið málsins því háværasta krafa þeirra er að byggja nýja stóriðju til að herða ganginn í hjólum atvinnulífsins.4 (2) Önnur hlið málsins er að nú virðist komið í óefni, og því þarf að grípa til aðgerða. Kannski er ekki rétt að spyrja hvernig ætti að skipta kökunni, heldur hverjir ættu að taka á sig þær byrðar sem augljóslega þarf að taka á sig til að forða stórslysi. Ýmis svör eru möguleg. (a) Við gætum einfaldlega leyft þeim, sem geta mögulega losað sig við byrð- arnar, að velta þeim yfir á aðra. Þá er spilaður eins konar Svarti-Pétur, því á endanum sitja einhverjir uppi með ósómann. (b) Við getum látið þá sem eru veikastir fyrir taka á sig mestar byrðar. (c) Við getum látið þá sem standa best taka á sig mestar byrðar. Frá siðferðilegum sjónarhóli virðist svar (c) helst koma til greina. Á vettvangi stjórnmálanna virðast svör (a) og (b) vera viðtekin. (3) Þriðja hlið málsins er sú, að afleiðingarnar af því að bregðast ekki við lenda með mjög misjöfnum hætti á íbúum jarðar. Ef hitastig lofthjúpsins hækkar frá því sem nú er má búast við því að nokkrar milljónir – eða nokkrir tugir milljóna – missi heimili sín og búsvæði í Bangladesh. Svo verða til nokkrar milljónir – eða tugir milljóna – flóttamanna í Afríku vegna þurrka. Svo munu nokkrar milljónir, einkum konur og börn, deyja eða hrekjast á flótta vegna aukinna stríðsátaka sem stafa m.a. af skorti á vatni. Hér uppi á Íslandi getum við horft á úr fjarlægð, með nóg vatn handa okkur og „fjarri heimsins vígaslóð“ eins og segir í kvæðinu. Við fáum kannski fréttir af þessu fólki endrum og sinnum, en við látum það ekki á okkur fá og krefjumst þess að hjól atvinnulífsins snúist sem aldrei fyrr – jafnvel þótt snúningur þeirra sé lóð á vogarskálar þessara hörmunga. Okkur finnst sjálfsagt að keyra hvert sem er, að ferðast til útlanda með flugvélum nokkrum sinnum á ári, að flytja inn vörur frá fjarlægum heimshornum af því við viljum dekra við okkur. Við
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.