Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 114
Ó l a f u r Pá l l J ó n s s o n 114 TMM 2011 · 3 byggjum stór íbúðarhús og dreifum byggðinni af því að við viljum hafa það notalegt, eiga garð og bílskúr, og þar fram eftir götunum. Og sé keypt eldri íbúð þá er gjarnan byrjað á því að „hreinsa út úr henni“ af því að eldhúsinnréttingin var ekki alveg rétt. Allt er þetta í nafni lífs- gæða og hagvaxtar hér heima, en í þriðja heiminum fær fólk að súpa seyðið af herlegheitunum. Það er líka hætt við því að þeir sem eru börn núna finni lítið skjól í huggulegheitum notalegra innanstokksmuna þegar vistkerfi jarðar hefur verið raskað stórlega. Staðreyndin var sú, hér á árum og öldum áður, að gerði maður sig sekan um siðleysi þá beindist það að fólkinu í kringum mann. Maður stóð andspænis afleiðingunum, oft ekki nema í seilingarfjarlægð. Áhrifin fjöruðu út eftir því sem fjær dró í tíma og rúmi. Loftslagsvandinn hefur snúið þessu við. Nú birtist siðleysið ekki í því sem maður gerir í nánum samskiptum við fólkið í kringum mann og það birtist ekki sem bein afleiðing tiltekinna athafna. Siðleysið birtist öllu heldur í því sem maður gerir á hlut fólks í fjarlægum heimshornum, jafnvel í tiltölu- lega fjarlægum tíma, og ekki vegna tiltekinna og nærtækra afleiðinga, heldur vegna þess að afleiðingarnar eru af tilteknu tagi. Athafnir okkar eru kannski ekki slæmar einar og sér, en margt smátt gerir eitt stórt og saman eru afleiðingar þeirra ekki bara slæmar, þær eru mögulega skelfilegar, og ekki bara fyrir einhverja tiltekna óheppna einstaklinga, heldur fyrir heilu þjóðirnar vítt og breitt um veröldina. Siðleysið er á heimsmælikvarða. II Ég hef nú rakið tiltekið siðleysi sem birtist í afleiðingum af hversdags- legum athöfnum sem sjálfar virðast oft ósköp saklausar. En siðleysi hinna vestrænu lifanaðarhátta er líka af öðru tagi og ekki bundið alvar- legum afleiðingum sakleysislegra athafna. Byrjum á dæmi sem tengist loftslagsmálunum ekki beint. Maður nokkur rær til fiskjar en það koma óheppilegir fiskar í netin, sumir heldur litlir, aðrir sem hann hefur ekki kvóta fyrir og loks fiskar sem eru verðlitlir og taka pláss í bátnum sem hann gæti annars notað fyrir verðmeiri fisk. Þess vegna hendir maðurinn slatta af fiski aftur í sjóinn. Það er eitthvað siðlaust við að leggja net, veiða í þau fisk og henda honum svo aftur í sjóinn ýmist dauðum eða deyjandi. Og þetta háttalag er verra en ella ef um er að ræða hluta af takmarkaðri auðlind sem þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.