Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Blaðsíða 115
S i ð l e y s i á h e i m s m æ l i k va r ð a TMM 2011 · 3 115 er gengið of nærri. Af þessum sökum held ég að fáir hafi samúð með þeim sem róa til fiskjar og henda svo afla aftur í sjóinn. Óhófleg neysla á vörum sem skilja eftir sig kolefnisspor á heiminum – bruðl með kolefnisþol heimsins – er sambærileg við það að veiða fisk og henda honum aftur í sjóinn. Sérhver hlutur sem til okkar berst hefur í sér fólgið örlítið brot af lofthjúpi jarðar. Þegar við tökum slíkan hlut og hendum honum í ruslið, þá fer þetta litla brot af lofthjúpnum með hlutnum í ruslið. Ef hluturinn hefur verið gagnlegur og notaður vel, þá er ekkert rangt við að hann og með honum örlítil sneið af lofthjúpnum endi sína daga í ruslinu. Ekki frekar en að fiskur sem er veiddur og étinn umbreytist í meltingarveginum og endar að lokum aftur í sjónum. En þegar við hendum í ruslið fullkomlega góðum hlutum – þegar við tökum meira en við þurfum á að halda og skeytum ekki um það sem út af stendur – þá erum við í raun í sömu stöðu og sjómaðurinn sem hendir afla fyrir borð. Við höfum tekið til okkar brot af sameiginlegum gæðum sem eru af skornum skammti og gert ekkert með þetta brot. Við kærum okkur kollótt um það þótt aðrir þurfi á þessu broti að halda – eða þurfi á því að halda að þetta brot af lofthjúpinum hefði fengið að vera áfram á sínum stað. Í bruðli felst siðleysi óháð því hvaða tilfallandi afleiðingar bruðlið kann að hafa. Það er siðleysi sem byggist á því að maður vanvirðir gildi hlutanna. Þegar bruðlað er með takmörkuð en mikilvæg gæði, felst einnig í því bruðli vanvirða við annað fólk. En hvað með þann sem hefur efni á að bruðla? Getur nokkur kvartað yfir því þótt ég bruðli með ein- hver gæði, kaupi til dæmis mat sem skemmist svo í ísskápnum hjá mér og fer óétinn í ruslið, ef ég hef efni á því? Er það ekki mitt mál hvernig ég haga mínum innkaupum svo framarlega sem ég stend í skilum? Kannski á enginn með að kvarta, enda er enginn sem hefur það hlutverk að taka við kvörtunum yfir því að bruðlað sé með lofthjúpinn. Bruðlið er samt dæmi um siðleysi – það er löstur en ekki dygð – og það er jafn siðlaust hvort sem maður hefur efni á því eða ekki. Sá sem bruðlar og hefur efni á því hegðar sér kannski ekki eins heimskulega og hinn sem hefur ekki efni á sínu bruðli. Siðleysið er samt alveg það sama. Og þegar bruðlað er með þau sameiginlegu gæði jarðarbúa sem er geta lofthjúpsins til að taka við úrgangi – einkum gróðurhúsalofttegundum – þá er slíkt siðleysi ekki bara dapurlegur vitnisburður um lesti einhverrar mann- eskju heldur er það siðleysi á heimsmælikvarða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.