Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 122
Í s l a n d s v i n a m i n n s t 122 TMM 2011 · 3 Mikjáli náið. Sá maður geislaði af kar- isma, mannviti og réttsýni, og kom það síðasta honum stundum í kast við yfir- völd4. Hefði verr getað farið ef fræðileg- ur orðstír hans hefði ekki verið honum að einhverju leyti hlíf. Nema hvað, Valerij réðist til atlögu við íslensku og vóð jörð að hnjám. Lokaritgerð hans 1951 fjallaði um form- gerð sagnhorfa í nútímaíslensku, en því efni hafði áður verið lítill gaumur gef- inn. Fjórum árum síðar varði hann rit- gerðina „Sagnmyndarmerkingar aftur- beygðra sagna í forn íslensku og nútíma- norsku“ til hinnar minni doktorsgráðu („vísinda kandidat“). Árið 1962 kom svo sem fyrr segir Íslensk-rússnesk orðabók, frumraun Valerijs á því sviði sem átti eftir að verða höfuð vettvangur hans sem fræðimanns. Meðhöfundur var Árni Böðvarsson cand. mag. Um það bil 30 árum seinna bar Jón Hilmar Jónsson saman hversu vel íslensk-erlendar orða- bækur gerðu íslenskri málfræði og tengslagildi íslenskra orða skil svo að útlendum notendum mætti nýtast. Þar bar orðabók þeirra Valerijs og Árna af. Þessi bók er löngu ófáanleg, og vita- skuld vantar í hana margt sem á fjörur orðaforðans hefur rekið síðan, t.d. er þar ekki að finna orðið tölva. Fyrir nokkr- um árum leit út fyrir að fjármagn mundi fást til að dagrétta og fullkomna nýja útgáfu, en svo kom fjármálakrepp- an og sá þyrnirósarsvefn sem henni fylgdi. Það var rökréttur áfangi að Valerij skyldi velja efnið „Vandamál tví tyngdrar orða bókafræði“ til doktorsritgerðar, og þótti það nýlunda. Orðabókarfræði hafði löngum verið hornkerling í heimi málmennta, og eimir sums staðar eftir af því enn. Í fræðiritum sínum sýndi Valerij fram á þann sérstaka sess sem orðabókafræði á skilið, bæði vegna þess hve margvísleg og umfangsmikil fræði- kunnátta er forsenda fullveðja tví- tyngdrar orðabókar, og eins vegna þess að engin grein málvísinda hefur jafn mikla þýðingu fyrir fólk flest og orða- bækur sem tengja saman tvær tungur. Ekki nóg með að slíkar orðabækur skyldu gefa báðum notenda hópum sem fyllstar upplýsingar um merkingu orða, notkun þeirra og tengslagildi, stílfræði og dreifingu. Auk þess á tvítyngd orða- bók að vera „brú milli tveggja menningar heima“. Viðloðsmerkingum er allt of sjaldan gaumur gefinn í orða- bókum, t.d. tengist „mistilteinn“ allt öðru í huga Íslendinga en „omela“ í huga Rússa; fyrir þeim er þetta einfaldlega heiti á sníkjujurt, svo að dæmi sé tekið. Það hefur því miður löngum viljað við brenna að orðabækur milli tungu- mála séu nánast einfaldir orðalistar þar sem aðeins þýðing er gefin, oft án þess að mismunandi merkingarliðir séu skýrðir eða viðhlítandi málfræðilegar og setningarfræðilegar upplýsingar til- greindar. Þess konar verk hafa staðið í vegi fyrir því að orðabókafræði hljóti þá viðurkenningu og stuðning sem vert væri. Á undanförnum áratugum hefur þó mikið breyst til batnaðar í þessum efnum. Þó er enn svo, að „það er virt til meiri tekna í fræðum að gera úttekt á þróun einhvers lýsingar háttar á 16. öld (sem kannski nokkrir tugir manna lesa sér til gagns), en að semja góða orðabók sem verður þúsundum og tugþúsundum manns mikilvægt og kærkomið hjálpar- tæki“ fannst Valerij. Framlag hans til málvísinda almennt bendir til þess að honum hefði orðið „lýsingar háttaleiðin“ greiðari til vegs- auka en orðabókarvinna. Hitt vó þyngra hjá honum: mikilvægi tvítyngdra orða- bóka fyrir málanám, skilning og sam- skipti milli þjóða. „Góð orðabók er eitt- hvert besta námsgagn við málanám sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.