Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 140

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Page 140
D ó m a r u m b æ k u r 140 TMM 2011 · 3 vörðungu sprottin af persónulegum metnaði eða hefndarþorsta. Í bókinni rekur Guðni hins vegar ágætlega hug- myndafræðilegan ágreining sem var að myndast innan Sjálfstæðisflokksins í tíð hinnar lítt farsælu ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks 1974 til 1978 og tengdist tilraunum yngri manna í forystusveitinni til að teyma flokkinn til hægri. Umfjöllun um ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsens hefur til þessa að miklu leyti snúist um óðaverð- bólguna og misheppnaðar tilraunir til að ráða niðurlögum hennar. Fyrir vikið hafa ýmis önnur viðfangs- efni stjórnarinnar fallið í skuggann, svo sem margvíslegar breytingar og umbæt- ur á sviði félagsmála. Hér er að nokkru leyti við Gunnar sjálfan að sakast. Á lokaspretti ævilangrar minnisvarða- smíðar fataðist leiðtoganum flugið, hann gældi of lengi við óraunhæfar hug- myndir um framboð og stofnun nýrrar stjórnmálahreyfingar fyrir kosningarn- ar 1983, þá kominn vel á áttræðisaldur og farinn að heilsu. Þá brást draumur hans um að ná að sigla í höfn endur- skoðun stjórnarskrárinnar, þótt ýmsar af hugmyndum hans hafi um síðir náð fram að ganga. Í umfjöllun sinni um ævisögu Gunn- ars Thoroddsens í tímaritinu Sögu, skiptir Sverrir Jakobsson íslenskum stjórnmálaleiðtogum upp í tvo megin- hópa: þá sem höfðu hugmyndafræðileg áhrif þrátt fyrir að sitja stutt á valdastól- um og hina, sem verða fremur metnir á grunni þess hversu þaulsetnir þeir voru í embættum. Seinni hópurinn, sá með bikarasafnið, státar af mörgum slyngum pólitíkusum og er Gunnar einn þeirra flinkustu. Upp í hugann kemur texta- brot eftir Hinrik Bjarnason, sem reynd- ar var ort um allt annað og öðruvísi ólíkindatól: „Galdrar voru geymdir í gömlu skónum hans …“ Soffía Auður Birgisdóttir Skrásetjarar með „combinations gáfu“ Sigrún Pálsdóttir. Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847–1917. Reykjavík: JPV útgáfa 2010. „Hvort er nú meira spennandi hér, sannleikur eða uppspuni?“ Á þessari spurningu lýkur stuttri en leyndardóms- fullri frásögn sem stendur eins og nokk- urs konar formáli að bók Sigrúnar Páls- dóttur, Þóra biskups og raunir íslenskr- ar embættismannastéttar 1847–1917. Sigrún er þó ekki að gefa í skyn að bók hennar um Þóru og kompaní sé „upp- spuni“ enda stendur fremst í bókinni: „Öll samtöl og sviðsetningar í þessari bók eiga sér stoð í heimildum og eru í engu tilviki skáldskapur höfundar.“ Lík- lega á spurningin að vekja lesandann til umhugsunar um að „sannleikur“ er hugtak sem erfitt er að höndla, jafnvel fyrir fræðimenn sem temja sér traust og fagleg vinnubrögð og eru vandir að virðingu sinni. Allir fræðimenn velja og hafna úr heimildum sínum og búa til þá mynd af veruleikanum sem framreiddur er í texta fyrir viðtakendur. Á bókarkáp- unni eru tvær ljósmyndir af Þóru Péturs dóttur frá ólíkum aldursskeiðum hennar. Sú á bakhliðinni er tekin meðan hún er enn ógift heima í föðurgarði en sú síðari eftir að hún giftist Þorvaldi og bætti Thoroddsen við nafn sitt. Margar fleiri ljósmyndir er að finna innan bókaspjaldanna og í frásögn Sigrúnar framkallast ein mynd til. Mynd sem búin er til af Sigrúnu en byggð á marg- víslegum heimildum en fyrst og fremst á skrifum Þóru sjálfrar; dagbókum, ferðabókum og sendibréfum hennar til
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.