Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 141
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 3 141 margra aðila um langt árabil. Á blaðsíðu 24 stendur: „Þóra Pétursdóttir biskups er um það bil að hefja líf í eigin frásögn. Hún er átján, að verða nítján“. Þarna verða ákveðin skil í frásögninni því á þeim síðum sem koma á undan þessari setningu hefur Sigrún byggt á öðrum heimildum en eigin frásögn Þóru til að framkalla baksvið þeirrar myndar sem á eftir kemur. Frásögnin hefst á því að lýst er stór- hýsinu sem kennt er við Reykjavíkur- apótek og stendur á horni Pósthússtræt- is og Austurstrætis. Síðan segir: „En einhvers staðar undir þessari byggingu liggur sögusvið frá öðrum tíma […]“ (14) og á fáum blaðsíðum eru æskuslóðir og fjölskylda Þóru kynnt til sögu og hún kyrfilega staðsett innan hinnar reyk- vísku embættismannastéttar. En fátt er vitað um bernsku hennar og Sigrúnu hugnast ekki að geta í eyðurnar. Hún bregður því á það ráð að tengja uppvöxt stúlkunnar við sögulega atburði á skemmtilegan hátt: „Þóra var tveggja ára þegar skólapiltar hrópuðu „pereat“ að Sveinbirni Egilssyni rektor, þriggja ára þegar Trampe greifi var gerður að stiftamtmanni og skáldsagan Piltur og stúlka eftir Jón Thoroddsen var gefin út í Kaupmannahöfn, fjögurra ára þegar skarst í odda með föður hennar og Jóni Sigurðssyni á Þjóðfundinum […] Og Þóra er átján ára þegar í allri Reykjavík- ursókn búa um 1500 manns í 200 húsum og bæjum, þegar Reykjavík er „ekkert nema húsin og göturnar og þetta fólk“ kúgandi „hvað annað með njósnum og kjaptæði““ (18–19). Síðasta tilvitnunin, í Dægradvöl Benedikts Gröndals, er gott dæmi um það hvernig Sigrún kryddar frásögnina með skemmtilegum vísunum í ýmsar ólíkar heimildir. Og áður en kemur að lífi Þóru „í eigin frásögn“ er ítrekuð stéttaleg staða hennar og um leið lögð áhersla á markmið frásagnarinnar: „Á lóðunum umhverfis miðbæinn bjuggu þeir sem verst voru settir, fólkið sem ekki er hluti þeirrar sögu sem hér er sögð og fjallar um einkaheim embættismanna og kaupmanna sem árið 1865 búa í miðri Kvosinni […]“ (19). Eðli málsins samkvæmt eru dagbæk- ur, ferðabækur og bréf þær heimildir sem best birta okkur „einkaheim“ og sá einkaheimur sem er aðalsögusviðið hér er tilvera íslenskra kvenna af embættis- mannastétt á síðari hluta nítjándu aldar fram á annan áratug þeirrar tuttugustu. Frá sjónarhorni nútímans er þetta kannski ekki spennandi heimur að lifa í, nema að litlu leyti, en frá sjónarhorni lægri stétta samtímans hefur hann vafa- laust verið öfundsverður. Innan þessa heims hrærðust konur sem höfðu fáum skyldum að gegna framan af ævi. Þær höfðu meira en nóg að bíta og brenna, lærðu hannyrðir, dráttlist, hljóðfæraslátt og söng, lágu í bókum og biðu eftir ásættanlegum biðli. Og fengu að ferðast. Því má ekki gleyma að ferðalög til útlanda víkkuðu sjóndeildarhringinn svo um munaði og voru stórkostleg ævintýri í tilbreytingarleysi dagana. Við kynnumst þessum heimi í gegnum skrif Þóru – og Sigrúnar. Við fáum nokkuð glögga mynd af greindri og fjörugri biskupsdóttur sem skrifar skemmtileg bréf og teiknar skopmyndir „af feitum og mjóum körlum, körlum að æla og konu að hella úr hlandkoppi af svölum ofan á fína frú“ (29). Það hefði verið gaman að sjá einhverjar af þessum teikningum í bókinni. Þóra biskupsdóttir var greinilega gædd ýmsum hæfileikum sem hefðu vafalaust verið betur ræktaðir hefði hún verið biskupssonur. Árið 1868, þegar Þóra er 21 árs, skrifar Jakobína Jóns- dóttir (sem síðar giftist Grími Thomsen) henni bréf og segir: „skáld ertú, það
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.