Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2011, Síða 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2011 · 3 143 að síður setti hún á fót teikniskóla þar sem 16 stúlkur hefja nám fyrsta árið og síðar áttu piltar einnig eftir að bætast í hópinn, meðal annarra Þórarinn B. Þor- láksson. Á Þjóðminjasafni Íslands eru varðveitt 14 olíumálverk og margar teiknibækur Þóru auk dagbóka hennar og bréfa. Sigrún Pálsdóttir kýs, einhverra hluta vegna, ekki að gera mikið úr þessum þætti í ævistarfi Þóru Pétursdóttur. Til að mynda eru engar myndir af málverk- um Þóru eða teikningum að finna í bók- inni. Í þessu atriði kemur kannski einna gleggst fram að sú saga sem sögð er af Þóru er byggð á vali sagnfræðingsins ekki síður en hennar eigin frásögn. Í við- tali sem tekið var við Sigrúnu í Morgun- blaðinu í tilefni af útkomu bókarinnar segir hún að bréf Þóru og dagbækur séu „einstakar sögulegar heimildir“. Hún bendir á að stíll Þóru sé „hispurslaus“ og að hún lýsi „aðstæðum og atburðum mjög nákvæmlega með sviðsetningum og samtölum“. Og Sigrún ítrekar mat sitt á þessu: „Þetta er að mínu viti hin raun- verulega arfleifð Þóru og sérstaða í Íslandssögunni, ekki myndlistin, hann- yrðirnar eða félagsstörfin.“ Það er sem sagt ekki bara „Þóra [sem] býr til sína sögu sjálf og skráir“ (79) heldur er frá- sögnin líka búin til af Sigrúnu sem metur þær heimildir sem fyrir liggja og velur og hafnar. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að sú mynd sem Sigrún dregur upp af Þóru biskupsdóttur er bæði fróðleg og skemmtileg og bætir miklu við þá heildarmynd sem smám saman er að teiknast upp af lífinu á Íslandi á síðari hluta nítjándu aldar. Og reyndar sætir hún þó nokkrum tíðind- um því ekki hafa margar bækur sem út hafa komið á undanförnum árum beint kastljósinu að þeim menningarkima sem skyggður er í bók Sigrúnar. Bókin er mikilsvert framlag til íslenskrar kvenna- sögu. Þá er afar fróðlegt að bera það líf sem þarna er lýst saman við aðrar nýleg- ar bækur, til að mynda bók Matthíasar Viðars Sæmundssonar um fjölskyldu og samtíð Héðins Valdimarssonar (2004) og jafnvel við hina sögulegu skáldsögu Helga Ingólfssonar, Þegar kóngur kom (2009). Þar er samtíð Þóru biskupsdóttur lýst frá víðara sjónarhorni en Sigrún velur og líka fjallað um fólk af lægstu stéttum þjóðfélagsins. En eins og kom fram áður er það fólk „ekki er hluti þeirrar sögu hér er sögð“. Kostulegt er til dæmis að lesa, í Þegar kóngur kom, til- vitnun í Péturs postillu, hugvekjur Péturs Péturssonar biskups – föður Þóru – sem víða voru lesnar á íslenskum heimilum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. (Reyndar mörgum til sárrar armæðu eins og lesa má um í íslenskum æviminningum (sjá til dæmis „Lifandi kristindómur og ég“ eftir Þórberg Þórð- arson og Gömul kynni Ingunnar Jóns- dóttur frá Kornsá)). Pétur biskup skrifar: Sá sem hefur góða heilsu og daglegt brauð, getur í moldarkofum sínum átt langtum rólegri daga en margir ríkis- menn í reisulegri húsum og valdsmenn í vandasömum embættum, einungis ef hann sjálfur vill vera ánægður með stöðu sína og öfundar ekki aðra af því, sem þeir í raun og veru eru ekki öfunds- verðir af. Í mannlegu félagi verður að vera einhver röð og regla, þessvegna verða þar að vera ýmislegar æðri og lægri stéttir, yfirboðnir og undirgefnir. (Tilv. eftir Þegar kóngur kom, s. 108–109). Þannig réttlætti hin íslenska embættis- mannastétt forréttindi sín og misjöfn kjör manna á síðari hluta nítjándu aldar og reyndi að sætta hina verr settu við sinn hlut. En íslenskt samfélag var í örri þróun og Þóra biskupsdóttir lifir tíma sem boðuðu miklar breytingar: „Heim-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.