Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 8
8 TMM 2012 · 2
Guðmundur Páll Ólafsson
Vísindi og viska Jarðar
Kafli úr væntanlegri bók um Vatnið í náttúru Íslands
Öll vísindi eru hvorki annað né meira en það
að nostra við daglegar vangaveltur.
Albert Einstein (1879–1955)
Þýðing: gpó 2008
Vísindin eru leit að sannleikanum, hvort sem
okkur líkar betur eða verr.
David Joseph Bohm (1917–1992)
(Einn skarpasti skammtafræðingur (skammtaeðlisfræðingur)
sögunnar og heimspekingur.
Samstarfsmaður Alberts Einstein og J. Robert Oppenheimer
„föður“ atómsprengjunnar.)
Þýðing: gpó 2009
Vísindin geta reynst glæfraspil ef þeim fylgir ekki viska náttúrunnar
eins og hún getur birst okkur í skynjun, innsæi og siðaboðum.
Stephan Harding (1953–)
Frumkvöðull í heildarfræðum, Holistic Science,
við Schumacher College á Englandi.
Animate Earth Science, Intuition and Gaia. 2006
Guðmundur Andri Thorsson þýddi. 2010
Við höldum áfram okkar daglega lífi og skiljum næstum ekkert í heim
inum. Við hugsum lítið um gangvirkið sem veldur sólskininu og gerir
lífið mögulegt, um þyngdaraflið sem heldur okkur við jörð sem ella
mundi þyrla okkur út í geiminn eða um frumeindirnar sem við erum
samsett úr en við erum algjörlega háð stöðugleika þeirra.
Carl Edward Sagan, stjörnufræðingur og stjarnefnafræðingur (1934–1996).
Þýðing: Ólöf Eldjárn. 2008
Við … skiljum næstum ekkert í heiminum, ritaði einn helsti hugsuður og
vísindamaður 20. aldar, Carl Sagan, undir lok aldarinnar. Því miður er það
rétt, hvort sem átt er við alheim, veröld lífsins eða okkar eigin líkama. Við
skiljum ekki samhengi hlutanna, samhengi Jarðar, lifandi íbúa hennar í sjó