Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 35
„ M a ð u r þa r f e k k i a ð s k r i fa f y r i r s k ú f f u n a“ TMM 2012 · 2 35 maí. Hér er allt sem áður og þó ekki strá sem er samt: það vex og deyr, ég er gamall. Lengi í mínu lífi átti ég einskis von nema ganga hér út í túngarðinn og dýfa fúsri hendi í svörðinn, sandorpinn og hrjúfan eða ríkan af ilmandi mold. Ræsa, plægja, yrkja, hlaða og rækta: til alls þessa gekk ég sem í gjöfulli leiðslu er stýrði hverjum degi til fullnægju. Ég sinnti mínum embættisverkum af samviskusemi en þó leitaði hjartað sí nær hinum margvíslegu gæðum jarðarinnar, þeirri andans nautn sem hlýst af því að sjá gras vaxa í eyðireit. Ég var sem undirorpinn kvöð til að sjá plönt­ unum fjölga, auðnina hörfa, og unni mér aldrei hvíldar ef ég mátti þess nokkuð að fá aukið gæði landspildunnar sem konungurinn og Guð höfðu falið mér. Ég get alveg sagt þér í trúnaði, Eggert minn, að aldrei fann ég mig jafnnálægt almættinu tónandi mínar guðsræður yfir Barðstrendingum, eins og með hendurnar á kafi í kartöfludrullunni við bæinn.19 „Ég hafði alltaf vitað af Birni, heyrt hans getið og haft áhuga á persónunni án þess þó að vita mikið um hann. Vissi þó að hann hefði verið einna fyrstur til að rækta kartöflur hér á landi, vissi líka að hann hefði fengist við að rann­ saka náttúruna þegar allt var nánast að hruni komið. Þetta var eins og lítil mynd í huga mér. En ég hafði ekki kynnt mér Björn í Sauðlauksdal nánar að neinu marki fyrr en um það bil misseri áður en ég fór að skrifa bókina. En þessi tími og þessi þjóðlegu fræði, þessar íslensku bókmenntir sem ég sagði áðan að mér hefði fundist þurfa endurnýjunar við þegar ég var að skrifa Fljótandi heim, þær fóru að leita sterkt á mig nýlega og þessi ótrúlega ríki sagnaarfur, sem er ekki bara í Íslendingasögunum og þessum þekktari bókmenntum okkar heldur líka í hálfmorknum bréfasöfnum og bókum sem nánast enginn maður hefur litið í og geymd eru á Landsbókasafni. Það er með ólíkindum hversu mikið er til af þessu efni og í raun alveg frábært fyrir íslenska rithöfunda að eiga þennan sjóð og geta unnið úr honum. Mig lang­ aði til að skrifa bók sem byggði á þessu efni og þá kom Björn upp í huga mér. Ég fór að lesa hann og heillaðist algjörlega af tungutaki hans sem er mjög ríkt og leikandi en um leið frekar einfalt og tært og ekki mjög fornt. Mér fannst það líka rosalega fyndið án þess að ætla sér það en samt án þess að maður hlæi að því. Maður skynjaði eins konar húmor í persónuleika þessa manns og hans ævistarfi. Hann skildi eftir sig fjölda skemmtilegra verka sem ég gat notfært mér sem efnivið og ég studdist við í bókinni.“ Í Gestkomum í Sauðlauksdal er brugðið upp mynd af íslensku samfélagi á tímabili sem gjarnan er talað um sem niðurlægingarskeið í sögu þjóðarinnar. Fleiri höfundar hafa verið með hugann við þessa tíma; Sjón skrifaði t.d. um 17. öldina í Rökkurbýsnum (Bjartur 2008) og Ófeigur Sigurðsson um 18. öldina í Jóni (Mál og menning 2010). Þessar þrjár skáldsögur eiga fleira sameiginlegt; þær eru allar fyrstu persónu frásagnir karlmanna sem eru ‚holdgervingar‘ samtíma síns (bækur Ófeigs og Sölva Björns eru báðar bréfaskáldsögur), höfundarnir búa allir til sérstakt málsnið sem er í senn nútímalegt og innblásið af sögutímanum og sá aldarandi og sú heimssýn sem tungumálið miðlar með myndhverfingum, líkingum og öðrum leiðum skipta ekki síður máli í verkunum en þeir atburðir sem greint er frá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.