Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 42
42 TMM 2012 · 2 Brynja Þorgeirsdóttir Samtal yfir tvö þúsund ár Um tengsl Skugga-Baldurs og Ummyndana Óvíðs Stundum koma fram listaverk sem eru pínulítil að utan en risastór að innan og með ótal vistarverum. Það á við um Skugga-Baldur eftir Sjón, litla íslenska skáldsögu sem hefur verið þýdd á fleiri tungumál en flest önnur íslensk verk – nítján þegar þetta er skrifað – og aflaði höfundi sínum Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2003. Þessi rómantíska skáldsaga með undirtitlinum „þjóðsaga“ er marglaga verk með ýmiskonar vísanir í bókmenntir, en þar er líka hægt að horfa eftir myndlist – eða jafnvel tónlist, sem er rík í þessu verki. Verkið sækir enda hina fjórskiptu byggingu sína til strengjakvartetta Schuberts, og eru hlutarnir fjórir í mismunandi tempói (Sjón, 2003b). Á síð­ unum birtist ljóðrænn prósi þar sem myndrænt skiptast á hvítir og svartir hlutar. Fyrsti hluti verksins gerist í kulda og vetrarríki, en í þeim næsta ræður myrkrið ríkjum. Höfundurinn hefur sjálfur bent á að þannig er hægt að horfa á verkið sem tvílitt málverk (Sjón, 2005). Bókin sjálf er smágerð eins og fínleg planta úr íslenskri flóru, textinn nær aðeins yfir 117 blaðsíður og oft eru bara nokkrar línur á hverri síðu, stundum ein setning. Verkið er merkilegt fyrir margra hluta sakir, ekki síst fyrir samtalið sem það á við annað verk sem var ritað tvö þúsund árum fyrr, Ummyndanir, eftir skáldið Publius Ovidius Naso. Þar birtast í bundnu máli endursagnir og umritanir Óvíðs á grískum og rómverskum goðsögum, sem allar fela í sér einhverskonar ummyndun – frá manni í dýr, plöntu eða stein, og stundum öfugt. Þetta víðfræga verk var um langt skeið helsta heimild manna um grísk­rómverska goðsagnaheiminn. Óvíð var sjálfur sannfærður um eilíft líf verksins því í niðurlaginu segir: Og nú hef ég lokið verki sem hvorki bræði Júpíters né eldur né járn né tönn tímans munu fá grandað […] nafn mitt mun aldrei verða gleymskunni að bráð. Hvar sem undirokaðar þjóðir lúta valdi Rómaborgar mun nafn mitt vera á vörum manna, og ef mark er takandi á spám skálda mun ég um allan aldur lifa. (Niðurlag Ummyndana, Ovidius, 2009, bls. 433) Óvíð reyndist sannspár því verkið hefur sannarlega átt mikið og innihalds­ ríkt framhaldslíf; bæði fyrir eigin reikning og í verkum annarra skálda og listamanna. Áhrif Ummyndana á listir og bókmenntir eru alltumlykjandi, góðkunningjar Óvíðs í hópi klassískra skálda eru jaxlar eins og Chaucer,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.