Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 66

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 66
S o f f í a B j a r n a d ó t t i r 66 TMM 2012 · 2 kannski mun taka mig tuttugu og tvo daga að fæða þig með slitinni spöng, rifnu, kjötmiklu holdi og svartri fylgju […] vona að dagarnir verði ekki nema tuttugu og tveir og þú fæðist altalandi49 Hér er elskhuginn runninn saman við skáldskapinn. Evridís og elskhuginn í Blysförum eru hvorug gerendur í frásögnunum – þau eru frásagan.50 Orfeus má ekki líta á ást sína á leiðinni upp frá dauðum, þá missir hann hana aftur. En það er líkt og konan í Blysförum megi ekki líta af ást sinni á ferðinni upp upp frá dauðum, sinni blys­för, er hún segir: ég horfi á hann og finnst ég ekki hafa misst hann úr augsýn í allan dag en ég gæti hafa blindast51 Líkt og tálsýn Narkissusar, en hann má ekki líta af ást sinni, því þá hverfur hans eigin spegilmynd og þar með allt það sem hann ann.52 Í pönksálminum í lok Blysfara kallar ljóðmælandi í meintri fæðingu: „komdu samt“.53 Orðið komdu minnir á þá hugsun sem endurspeglast í endalokum á skáldverkinu L’arret de mort (Death Sentence/Dauðadómurinn) eftir Maurice Blanchot frá árinu 1948, sem kalla mætti draugalega ástarsögu án elskenda. En sagan fjallar um sköpunarferli frá degi til nætur. Það er sú nótt sem allt hefur horfið til, svo það megi hafa möguleika á að birtast aftur í annarri nótt.54 Sögunni lýkur líkt og Blysförum á eins konar ástarjátningu til hugsunarinnar sem túlka mætti sem svar við því aðdráttarafli sem listin hefur möguleika á að vera. Kviksett orð: Öll fallegu orðin „Því að elskan er sterk, eins og dauðinn,“ segir í Ljóðaljóðunum, „ástríðan hörð eins og Hel.“55 Öll fallegu orðin eftir Lindu Vilhjálmsdóttur kom út árið 2000 hjá Mál og menningu. Hún er einnig fjórða bók höfundar og ein af minnisstæðustu íslensku ljóðabókum síðustu ára. Ljóðabálkurinn er kveðja til látins manns. Ljóðmælandi syrgir dáinn elskhuga sinn. Ást og dauði takast á í ljóðabálki sem kallast á við versið úr Ljóðaljóðum Biblíunnar, um hin sterku bönd elsku og dauða. Í formi og að sumu leyti efni svipar þessum tveimur ljóðsögum saman, Blysförum og Öllum fallegu orðunum. Í þessum tveimur bálkum er komið að þeim spurningum sem finna má í Ummynd- unum Óvíds um háska ástarinnar, fórn og hvort hægt sé að elska of mikið. Er Evridís deyr í annað sinn og fellur niður til Hadesar ásakar hún ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.