Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 67
„ Þ v í a ð e l s k a n e r s t e r k , e i n s o g d a u ð i n n “ TMM 2012 · 2 67 Orfeus fyrir að hafa gert þau glappaskot að líta um öxl, eða eins og segir í Ummyndunum: Hún, sem dó í annað sinn, ásakaði hann ekki einu orði, því hver var sök hans önnur en sú að elska of mikið? Með sína hinstu kveðju á vör, sem vart náði eyrum hans, hvarf hún aftur til þess staðar sem hún var á leið frá.56 Evridís áfellist ekki ást sína ólíkt Orfeusi, sem eftir situr. Hann ásakar sjálfan sig – ekki fyrir að elska of mikið heldur fyrir mistök sín. Hann er „harmi sleginn yfir endurteknum konumissi“og situr sjö daga án alls nema ástar, harms og tára.57 Á sama hátt er konan harmi slegin og full sektarkenndar eftir dauða elskhuga síns í Öllum fallegu orðunum. Hún segist vera neydd til að trúa og dæmd til að elska: ástin mín áfram eins og ég er dæmd til að elska þig alltaf að eilífu58 Alda Björk Valdimarsdóttir bendir á það í grein sinni um ástina, dauðann og lesandann í skáldsögum eftir Steinunni Sigurðardóttur, að þráin til að elska geti farið saman við þrána til að snúa aftur til upprunans. Þessar tvær grundvallarkröfur tilvistarinnar, lífshvötin og dauðahvötin eru hvatir sem rekast á í leit að markmiðum sem aldrei nást.59 Konan í Öllum fallegu orð- unum finnur fyrir dauðanum, ástinni til dauðans og talar um „draugaverk“.60 Hún segir hins vegar að hann hafi elskað sig of mikið og tekur ábyrgðina á sig sjálfa, slík er sorgin. Konan er skáld líkt og konan í Blysförum og líkt og Orfeus í Ummyndunum. Þau eru öll tregaskáld stödd í harmljóði. Konan kallar sig „skáld hinna kviksettu orða“61 – orðin koma eftir hvarf elskhugans til dauðans, eru sköpuð úr dauða. samt efast ég ekki eitt andartak um það að þú værir til ef ég hefði ort til þín ljóð62 Í ljóðabálknum er lýst sambandi tveggja elskenda. Það átti sér stað á stuttu tímabili í lífi þeirra og endaði með sjálfsmorði elskhugans. Ástarsambandinu var haldið leyndu fyrir umheiminum og hún lýsir því að hún hafi lokað þau „inní ljóðrænu búri úr beinum“.63 Ljóðið er leið út úr harminum, játning til jafnt lifenda og dauðra. Lýst er sjálfsmorðinu með augum þess sem eftir situr.64 Hvernig hún leitar hans í örvæntingu þegar „að slátturinn stöðvast / og blóðið í æðunum / kólnar“65:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.