Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 76
76 TMM 2012 · 2 Matthías Johannessen Úr Dagbókum Matthíasar 1999 8. janúar, föstudagur Bar Andrés vin minn Björnsson út úr Dómkirkjunni í dag, ásamt Hannesi Péturssyni, Jóni Þórarinssyni, Hirti Pálssyni, Herði Vilhjálmssyni, Markúsi Erni, Gunnari Stefánssyni og Einari Laxness. Mér þótti vænt um að ég skyldi hafa verið beðinn um að bera Andrés, það var mikill heiður. Sr. Gunnar Kristjánsson jarðsöng og fórst það afar vel úr hendi. Hann flutti væmnis­ lausa menningarræðu og ég gat þess við Hönnu að það gæti farið vel á því að hann flytti einnig ræðu yfir mér því að hann hefur skrifað formála fyrir Sálmum á atómöld. Hittum svo margt fólk í erfidrykkjunni í Súlnasal Hótel Sögu, þar á meðal Jóhannes Nordal og Svein Einarsson sem alltaf hefur frá mörgu að segja. Ég hafði mikla ánægju af að hitta Hannes Pétursson. Það fer alltaf mjög vel á með okkur og skiptir þá engu hvort við höfum hitzt nýlega eða ekki. Ég hef raunar ekki séð hann í einhver ár en hann hefur lítið breytzt. Hann var ósköp ljúfur og góður í tali og eins og hann var beztur á árum áður þegar við hittumst nánast í hverri viku. Mér þótti það tíðindum sæta að hitta Hannes eftir allan þennan tíma. Ég sagði við hann hvort við gætum ekki heitið á okkur að hittast í kaffi einhvern tíma á næstunni. Hann tók því vel en sagðist koma sjaldan í höfuðborgina enda væri hann orðinn svo gamall og óhraustur. Ég sagði við hann, Þú lítur mjög vel út, ég er viss um að þú ert hraustari heldur en ég. Ha, sagði Hannes og hrökk við. Það getur ekki verið. Jú, jú, sagði ég og síðan reyndi ég að sannfæra hann um þetta og hann kom engum vörnum við. Ég tíundaði ónýtan ristil í sjálfum mér, sagði honum frá of háum blóðþrýstingi og nefndi raunar við hann alla þá kvilla sem mér gátu dottið í hug þarna á gangstéttinni fyrir utan Dómkirkjuna og Hannes varð yngri með hverjum þeim kvilla sem mig hrjáði og það endaði með því að hann var orðinn hinn hressasti í bragði og líklega mörgum áratugum yngri en þegar hann kom í kirkjuna. Hann hafði sem sagt hitt ofjarl sinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.