Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 78
M a t t h í a s J o h a n n e s s e n 78 TMM 2012 · 2 að vara hann við. Ég benti Indriða á að þetta hefði einmitt verið hlutskipti Hrafns Oddssonar fyrir Flugumýrarbrennu. Ég hef ekki hugmynd um af hverju Indriði komst að þeirri niðurstöðu að Ingjaldur á Keldum hefði verið framsóknarmaður, en hann ætti að sjálfsögðu að vita það betur en ég. 2.maí, sunnudagur. … Gott veður og svalt. Hef farið einn göngutúr í vor með ströndinni. Þá gekk ég frá skógræktarstöðinni í Fossvogi og heim. Það var fallegt. Mér líður vel úti í náttúrunni. Talaði við þrjár eða fjórar lóur, þær tóku mér vel. Annað var ekki fugla á vegi mínum; engin sandlóa. Það vantaði sinfóníuna í umhverfið. Það er eins lágvært og upphafið að Dettifossi Jóns Leifs. Hún á eftir að koma í öllu sínu veldi eins og í þessu sama verki. Jón er engum líkur. Hann kemur manni alltaf jafn mikið á óvart, bæði í þögn og hávaða. Hann sagði í sam­ tali okkar að tónlistin væri guð; sem sagt, hann er á guðs vegum öðrum mönnum fremur. Jónas hefði nú talið að við værum það öll. Hvað veit ég sem hef ekki við að upplifa sköpunarverkið í öllum sínum tilbrigðum; einnig Jón og Jónas og hvað þetta fólk allt heitir sem lifði eins og ormur í laufi, en brauzt út úr púpunni og hefur lifað með okkur eins og fiðrildið eilífa. Og tréð hristir af sér púpuna. Og heldur áfram að grænka. 2000 1. janúar, Nýársdagur Gamlárskvöld var fallegt. Við Ingó, Anna litla og Dissi fórum uppá Val­ húsahæð og horfðum yfir borgina. Það var skrautleg flugeldasýning. Sumir skáluðu í kampavíni, aðrir horfðu. Annað gerðist ekki. Það er stillt og fallegt veður í dag, en gengur á með hryðjum. Borgin í hvítum bjarndýrsfeldi. Grenitréð í garðinum okkar athvarf fuglanna. Ég gróðursetti það fyrir mörgum árum. Nú er það á leið til himins. Ég hef aldrei séð eins marga þresti saman komna og á göngu í skóg­ ræktar garðinum síðdegis í gær. Talaði við þá um aldahvörfin. Þeir komu af fjöllum. Davíð Oddsson flutti aldamótaávarp í gærkvöldi. Það var ágætt. Hann varaði við of miklum tengslum við Evrópusambandið, vitnaði í Jón Sigurðs­ son. Mér líkaði það vel. Hann varaði einnig við siðleysi á frjálsa markaðnum, það líkaði mér einnig vel. Annars ekkert, nema áramótaskaupið. Hafði ekkert út á það að setja. Þeir gerðu mikið grín að útreiðartúr forsetans. Og það var óskaplega hlægilegt hvernig hann datt af baki í skaupinu. Menn eru líklega farnir að átta sig á því að Ólafur Ragnar er ekki heilagur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.