Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 79

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 79
Ú r D a g b ó k u m M a t t h í a s a r TMM 2012 · 2 79 Ríkisútvarpið sagði frá því í hádeginu að kvikmynd Friðriks Þórs yrði frumsýnd í dag. Englar alheimsins. Þeir sögðu að hún fjallaði um ungan pilt sem verður geðveikur. Friðrik Þór var spurður, hvernig mynd þetta væri. Gamanmynd, sagði hann. Ég leit í Næturvörð kyrrðarinnar, sögu eftir Bjarna Bjarnason og rakst á þessa setningu í upphafi: „… hafði ekki spurt þig um rándýr jakkaföt.“ Fór þá að hugsa um orðin, hvað þau eru persónuleg, hvað þau eru einkaleg; hvað þau eru ólíkindaleg og raunar óljós, illskiljanleg eða jafnvel óskiljanleg, ef þau standa í textanum ein sér og án tengsla við önnur orð. Merking orðanna fer eftir því í hvaða sambandi þau standa við önnur orð, t.a.m. „… hafði ekki spurt þig um rándýr“. Við getum tekið eins mörg dæmi og við viljum, t.a.m. er mikill munur á merkingu orðsins að fara í þessum setningum: … ég fer, …ég fer í hundana. Þannig merkir sögnin að fara í raun og veru ekkert nema í tengslum við önnur orð. Samband orða er eins og samband fólks. Ég er ekki sami maður í tengslum við Hönnu, konu mína, og einhverja konu sem ég afgreiði á Morgunblaðinu, það er allt annar maður. Það er ekki hægt að skilja okkur, það er ekki hægt að lesa afstöðu okkar og framkomu nema í tengslum við annað fólk. Þegar þetta er haft í huga, verða orðin mikilvægari en ella, rétt eins og við erum misjafnlega mikilvæg og fer þá oft eftir tengslum okkar við annað fólk, í þeim málsgreinum eða setningum lífsins sem við köllum reynslu eða upplifun. Fyrsti nýársdagur aldarinnar hefur aðra merkingu en nýársdagur. Þetta eru ólíkir nýársdagar, en þó sami nýársdagurinn. Í nýársávapi forsetans talaði hann um alnetsvegi. Það líkar mér vel. Ávarpið var almennt, en nokkuð gott. Raunar var umfjöllunin um vísindaframtíðina heldur lík því sem stendur í nýársleiðara Morgunblaðsins og afstaðan svipuð. En niðurlagið væmið. Merkustu tíðindi aldahvarfanna? Án efa afsögn Jeltsíns Rússlandsforseta og forsetadómur Pútins. Hann er enn lokuð bók. Getur verið að Rússar séu að koma sér upp einhverjum kjarnorkunapóleon, eins og hann líkist þeim gamla í útliti, a.m.k. áður en Napóleon fór að fitna. Það kemur í ljós. Síðasti draumur minn á síðustu öld eða síðasta árþúsundi eða síðasta ári, svo að maður sé ekki að blanda sér í rifrildið um upphaf nýrrar aldar, fjallaði um það, að ljón og tígrisdýr voru að glefsa í mig og mér leið heldur báglega þangað til ég vaknaði og losaði mig við þennan draum, eins og hver önnur leiðindi eða óþægindi. En af hverju dreymdi mig þetta? Hver veit það?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.