Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 81
Ú r D a g b ó k u m M a t t h í a s a r TMM 2012 · 2 81 Reykjavíkur, var maðurinn horfinn úr bílnum, en Ragnar geymdi hnakkinn sem táknlegan vitnisburð um þetta óskiljanlega undur. Hef fengið skeyti og blóm, hef fengið nokkrar fallegar hugsanir og er þakk­ látur fyrir það. Fór einn í Kristskirkju klukkan sex. Gekk einnig dálítið úti í snjónum, gekk inní augu konu sem ég hafði hitt áður í löngu ortu ljóði. Eða er það óort, ég veit það ekki. 13. janúar, fimmtudagur Fórum í fimmtugsafmæli Valgerðar Bjarnadóttur. Það rifjaði margt upp frá gömlum tíma og flestir sem þar voru minntu á allar þessar margbreytilegu skútur sem einu sinni voru undir fullum seglum, en liggja nú að mestu við akkeri. Og það er tekið að fjara undan þeim. Einu sinni fórum við Valgerður á báti yfir Þingvallavatn. Þá skall hann á með hvössum vindi og ég átti fullt í fangi með að hemja bátinn. Hanna sagði mér síðar að Bjarni hefði verið órólegur og staðið með kíkinn í stofunni á konungshúsinu, horft út um gluggann og fylgzt með okkur þarna á úfnu vatninu þar til við komum að landi. Þá létti honum. En þannig er líklega fylgzt með okkur, án þess við vitum. Einhver stendur við gluggann og horfir út úr kikkertglasinu. Einhverjum er líklega ekki sama, hvernig okkur reiðir af. Og þannig komum við öll einhvern tíma að landi. En þegar þar að kemur er harla ólíklegt að við þekkjum ströndina. 25. febrúar, föstudagur Borðaði hádegisverð með Kristjáni Karlssyni. Sögðum margt spaklegt að venju. Ákvað að birta Kristnitökukvæði Kristjáns á heilsíðu í Lesbók, held hann sé ánægður með það. Kristján fór góðum orðum um síðustu kvæði mín, sagði að þau væru frjáls og gjöful. Það verkaði mjög vel á sig. Hann sagði engu líkara en ég stæði eins og sá sem gæfi fuglum úr lófa sínum, dreifði kvæðunum eins og maður gefur fuglum. Mér líkaði það ágætlega. Síðar minntist hann aftur á fugla og vitnaði í Jeftúsjenkó, sagði að hann hefði sagt eitthvað á þá leið þegar Sovétríkin leystust upp, að nú ætti að leyfa fuglunum að fljúga í burtu. Það voru leppríkin á landamærum Rússlands. Ég sagði Kristjáni að ég hefði í kvæðinu Haustið er vor í meinum skír­ skotað í Tímann og vatnið, þ.e. þrönga hugmynd Steins og reynt að opna hana; sprengja henni leið inn í samtímann. Honum leizt vel á þá afstöðu og sagði að mér væri ekki einungis leyfilegt að gera það, heldur ætti ég að gera það. Afstaða mín til Steins er önnur en hans. Ástæðan er einfaldlega sú að Steinn var einskonar lærimeistari minn, ég var svo miklu yngri en hann, en Kristján var nánast jafnoki hans þegar þeir hittust á sínum tíma.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.