Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 83
M y n d a s ö g u u n d u r í M ú m í n d a l TMM 2012 · 2 83 vísi í myndasögunum, þrátt fyrir að megineinkennin haldi sér. Segja má að fyrsta sagan, „Múmínsnáðinn og bófarnir“, sé einskonar forsaga allra múmínsagnanna, en þar er múmínsnáðinn einn og yfirgefinn í húsi sínu – fyrir utan alla gestina og ættingjana auðvitað. En múmínmamma og ­pabbi eru fjarri góðu gamni hér og í ljóst kemur, í næstu sögu („Múmínsnáðurinn og fjölskyldulíf“), að sonurinn hafði ungur orðið viðskila við foreldra sína, einfaldlega týnst. Ekki koma frekari skýringar á þessu en allavega er múmínsnáðinn í vondum málum í þessari fyrstu sögu og hreinlega í sjálfsmorðshugleiðingum í upphafi þeirrar næstu. Snabbi er þó kominn til sögunnar og reynist ekki hjálplegur vinur, þó hann reyni að herða múmínsnáðann: „Hentu þeim út, aulinn þinn!“ „En það er svo dónalegt,“ segir múmínsnáðurinn miður sín en Snabbi dregur hann af stað og á dyraþrepinu hitta þeir haug af hattíföttum með töskur. Þeir eru að flytja inn og múmínsnáðinn hefur ekki uppburði til að vísa þeim á dyr. Gestirnir sem fyrir eru lýsa sig ekki ánægða með þessa viðbót en múmínsnáðinn hleypur til og gerir nýju gestunum allt til geðs: „Hvar eru hanastélin?“ spyrja hattífattarnir og múmínsnáðinn grípur gólfmottu til að selja uppí hanastél.3 Á næstu mynd eru hattífattarnir allir komnir með hanastél og spyrja nú hvar kvöldmaturinn sé. Múmínsnáðinn hendist um allt og tekur til mat, smíðar haug af smáum rúmum og hugsar allan tímann um hversu slæmt það sé að eiga ekki foreldra sem gætu hjálpað honum í þessum aðstæðum. Sagan lýsir því svo hvernig hann og Snabbi grípa til ýmissa ráða til að koma óboðnu gestunum út, en það er ekki fyrr en Stinkur flytur inn sem áformin takast. En Stinkur reynist líka þaulsætinn gestur auk þess sem hann hefst handa við að éta allt lauslegt. Niðurstaðan er því sú að Múmínsnáðinn ákveður að hann vanti nýtt hús og þá byrja enn nýjar flækjur. Í félagi við Snabba, sem er alltaf að hugsa upp ráð til að verða ríkur, búa þeir til galdraseyði sem breytir fyrst hópi af eldri konum í karla (sem hlaupa æstir af stað í leit að can can­stúlkum), skjaldböku í hraðlest og loks litlu skordýri í Morrann. Seinna hittum við svo Snúð, sem reynist nokkuð hjálplegur (þó hann endi á því að sá fleiri hattíföttum), og loks Snorkstelpuna, en þar koma bófarnir einnig til sögunnar. Í næstu sögu, „Múmínsnáðinn og fjölskyldulíf“ er hann þó aftur orðinn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.