Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 84

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 84
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r 84 TMM 2012 · 2 einn og saknar foreldra sinna ákaft. Hann fer út í sjó til að drekkja sér, en er því miður of syndur. En þetta verður honum til happs því múmínmamma og ­pabbi koma siglandi á bát og fjölskyldan er sameinuð. Fljótlega bætist Snorkstelpan svo líka í hópinn. Í þriðju sögunni, „Múmínsnáðinn á Rívíerunni“, dreymir Snorkstelpuna um suðrænar slóðir og fjölskyldan tekur sig upp, sest í bátinn og siglir suður. Þar eru þau næstum keyrð niður af bíl sem þau ætla að spyrja til vegar, en bíllinn er afar líflegur að sjá, með breitt bros á brettinu. Á endanum rölta þau inn á hótel, sem reynist að sjálfsögðu það dýrasta og fínasta. Þau skilja ekki muninn á hóteli og heimili og telja að þegar þau eru boðin velkomin séu þau einfaldlega velkomin í heimsókn. Hótelþjónninn, hinsvegar, álítur þau stórauðug því þau eru greinilega svo sérvitur, og sérviturt fólk er alltaf ríkt – og öfugt. Múmínfjölskyldan fær fínasta herbergið en kann ekki við sig í svo stóru rými og þau útbúa því huggulegt lítið tjaldhýsi úr tvíbreiðu rúminu. Baðherbergið vekur ekki síður lukku en þau fylla veglegt baðkarið strax en hafa ekki mikið fyrir því að skrúfa fyrir vatnið og fyrr en varir fyllist her­ bergið af vatni sem gleður múmínálfana mjög en aðra gesti hótelsins síður. Og svona halda ævintýrin áfram, múmínpabbi kemst í kynni við frægan listamann og upp hefst heilmikið grín með nútímalist – hvorki í fyrsta né síðasta skiptið, en Tove virðist hafa sérlega ánægju af því að gogga svolítið í bóhemskar hugsjónir. Teikningar Tove eru ákaflega einfaldar og ótrúlega tjáningarríkar. Þegar á þarf að halda verða þær þó mun nákvæmari og flóknari. Í það heila tekið er þó eftirtektarvert hvernig henni tekst að gefa mikið til kynna með litlu og hve hún fangar mikla sögu, tjáningu og tilfinningu með einföldustu línum og formum og svo virðist sem hugmyndaauðgin sé algerlega takmarkalaus. Hún leikur sér með svart og hvítt til að skapa skuggamyndir, andstæð form og útlínur og sýnir með því hversu gott vald hún hefur á myndasöguform­ inu. Hvort sem er í lýsingum á landslagi eða innanstokksmunum þá birtist hér í myndum sá síkviki, óreglulegi og furðum fulli heimur múmínálfanna sem lesendur sagnanna þekkja svo vel úr bókunum. Myndmálið fellur full­ komlega að viðfangsefninu svo úr verður órjúfanleg heild og hugurinn tekst á loft af hamingju.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.