Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 86
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
86 TMM 2012 · 2
er ýktur og þörfin fyrir hóglífi líka, en múmínálfarnir eiga það allir sam
eiginlegt að forðast vinnu eins og heitan eldinn, en þrá fegurð og ævintýri.
Þó gengur þetta aldrei of langt og Tove (og seinna Lars) þræða dásamlega
vandratað einstigi milli háðs og skopstælingar og einlægrar væntumþykju í
bland við lífsgleði.
Aftan á fyrstu bókinni er haft eftir nýsjálenska myndasöguhöfundinum
Dylan Horrocks að Tove Jansson sé meðal hans uppáhaldsmyndasögu
höfunda og að hann geti horft á þessar örsmáu teikningar klukkustundum
saman. Í raun segja þessi orð hans allt sem segja þarf, hver einstök mynd, í
öllum sínum einfaldleika, er einstakt ævintýri.
Tilvísanir
1 Tove Jansson, Moomin: The Complete Tove Jansson Comic Strip, 1. bindi, Montréal, Drawn &
Quarterly 2006, bls. 7. Þýð. úd, hér sem eftirleiðis. Jansson átti eftir að nota þetta myndræna
trikk ítrekað, að sýna okkur kringlóttan bakhluta múmínálfs með tilheyrandi vangaveltum um
hvað þetta sé nú eiginlega: einu sinni hélt eitt smádýrið að kúlan væri sprengja og hljóp til að
ná í Snabba.
2 Að minnsta kosti hef ég undir höndum útgáfur frá því ári, en þori ekki að útiloka að þetta hafi
verið endurútgefið einhverntíma áður.
3 Moomin: The Complete Tove Jansson Comic Strip, 1. bindi, bls. 8.
4 Sjá til dæmis sögur Windsors McCay, Little Nemo in Slumberland (1905–1914), Krazy Kat eftir
George Herriman (1913–1944) og ýmis verk Lyonels Feiningers.
5 Alisia Grace Chase, „Tove Jansson: To Live in Piece, Plant Potatos and Dream“, í Moomin: The
Complete Tove Jansson Comic Strip, 1. bindi (endurprentuð í 2–5), bls. 96.