Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 92

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 92
Á g ú s t B o r g þ ó r S v e r r i s s o n 92 TMM 2012 · 2 keypti hann sjálfur krásir handa honum því að þau voru velmegandi á þessum árum og drengirnir áttu yfirleitt skotsilfur. Þetta var annars ljótur, sóðalegur og illskeyttur köttur sem engum þótti ýkjavænt um nema Braga enda áttu allir nema hann á hættu glefs eða klór ef reynt var að gera sér dælt við dýrið sem var hins vegar ekkert nema elskulegheitin og malið við Braga. „Þetta hefur verið rosalegur bardagi hjá þér, Grettir minn,“ sagði Bragi ein­ hvern tíma þegar hann var að hjúkra honum og engu líkara en hann væri stoltur af sárum og bardagagleði kattarins. Stundum lét Grettir ekki sjá sig heima í heila viku en Bragi var alltaf sannfærður um að hann myndi skila sér. „Kannski hefur hann verið drepinn núna,“ sagði Óskar einu sinni þegar kötturinn hafði ekki sést dögum saman. „Iss, hann Grettir er svo hraustur að hann lætur ekki drepa sig.“ Bragi lét engan bilbug á sér finna en þó mátti greina vott af geðshræringu í skærri röddinni. „En það gæti líka hafa verið keyrt yfir hann, hann er svo mikill villingur,“ sagði Óskar þá. „Neinei, hann Grettir passar sig, hann er líka svo eldsnöggur,“ sagði Bragi og daginn eftir skilaði Grettir sér heim svo illa rifinn á hálsinum að nú dugðu ekki hjúkrunaraðferðir eigandans heldur varð mamma að keyra með hann á dýra­ spítalann þar sem hann var saumaður saman og næstu vikur þurfti hann að rogast með þykkan kraga um hálsinn, í laginu eins og lampa skermur. Hann hélt sig heima um hríð. Svo fluttu þau í blokkina. Það var tæpu ári eftir að pabbi dó og flutningurinn var rökrétt afleiðing af dauða hans. Hann var lærður vélsmiður og vann lengi í vélsmiðju en síðar á heildsölulager þar sem hugmyndin að eigin fyrirtæki kviknaði: hann stofnaði véla­ og verkfæraverslun sem blómstraði um skeið, varð þekkt fyrir ódýr handverkfæri og landsins mesta úrval af skrúfum. Upp frá því gekk hann alltaf í svörtum og gráum jakkafötum og reykti vindla. „Hann Óskar minn vildi alltaf verða fínn maður,“ sagði móðirin einu sinni um Óskar eldri. Bára systir þeirra var sú eina af systkinunum sem mundi eftir honum sem sótugum vélsmið í dökkbláum samfestingi með smurolíu­ bletti á fingrunum. Bræðurnir þekktu hann bara sem forstjóra í jakkafötum. Þeir þekktu ekki smurolíulyktina heldur rakspírailm og vindlalykt að ógleymdri vínlyktinni, þessum súrsæta þef sem alltaf var í senn framandi og kunnuglegur. Lengi vel vissu bræðurnir það eitt um afdrif föður síns að hann hefði látist í vinnunni. Meira var ekki sagt við þá og þeir þorðu ekki að spyrja, einhvern veginn lá í loftinu að þetta væri ónefnanlegt. Þeir höfðu báðir komið af og til í fyrirtækið og áttu erfitt með að ímynda sér það sem hættulegan vinnustað þrátt fyrir öll splunkunýju og glansandi verkfærin sem voru til sölu. Ein­ hvern veginn og einhvern tíma síaðist sú hugmynd inn í Óskar að faðir hans hefði látist úr hjartaslagi á forstjóraskrifstofu sinni. Sextán ára gamall hélt hann þetta enn þá. Þá sagði Bára honum að faðir þeirra hefði skotið sig til bana á skrifstofunni með skammbyssu sem hann geymdi í læstri skrif­ borðsskúffunni. Skothvellur innan af lokaðri skrifstofu. Þetta var eins og í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.