Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 95

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 95
F r e s s k e t t i r TMM 2012 · 2 95 við útidyrnar og mjálmaði ámátlega. „Grettir!“ hrópaði Bragi og hljóp til kattarins. Grettir vildi ekki fara með þeim í lyftuna en hljóp stigana upp á fimmtu hæð. En allt í einu hafði hann ekki sést í heila viku. „Iss, hann kemur aftur,“ sagði Bragi óbilandi í trúnni sem fyrr en þó óttasleginn. En þremur vikum síðar hafði kötturinn enn ekki skilað sér heim. Það var met. „Hann ratar auðvitað ekki eins vel og heima,“ sagði Óskar og talaði enn um gamla hverfið sem heima. „Hann Grettir er svo flinkur að rata, hann skilar sér, hann er bara svo mikill flökkuköttur,“ sagði Bragi í sinni vanalegu bjartsýni en fór nú að leita að kettinum í hverfinu klukkutímum saman, oft langt fram á kvöld. En án árangurs. Um það bil þremur mánuðum seinna virtist hann loks hafa gefið upp alla von. Þá sagði hann, bitrum rómi: „Ef mamma hefði ekki flutt með okkur hingað væri Grettir ekki týndur.“ Það síðasta úr góða lífinu var horfið. *** Besta ráðið til að slá á ótímabæra bjórlöngun er að skella sér í ræktina. Ekkert skilur betur út gremju, eirðarleysi og óljósa depurð frá líkams­ og hugar­ starfseminni. Hann hleypur í hálftíma á brettinu, teygir vel á lærum og kálfum og tekur síðan góða rispu á bekknum: tíu sinnum 50, 60 og 70 kíló, þrisvar 80 og einu sinni 90. Hann svíður í brjóstvöðvana. Tekur tvíhöfða og þríhöfða með þungum handlóðum og puðar síðan lengi í róðrarvélinni til að styrkja bakið. Gerir magaæfingar og nýtur þess að finna kviðvöðvana bólgna og verða grjótharða eins og í ungum manni. Vellíðan gagntekur hann í sturtunni. En þegar hann er búinn að þvo sér svimar hann skyndilega, sér ekki út úr augum eitt augnablik, festir þau síðan á handklæðinu sínu þar sem það hangir á snaganum. Um leið hverfur hann 33 ár aftur í tímann, þegar hann kom úr sturtunni eftir leikfimitímann; þetta var skömmu eftir að þau fluttu í nýja hverfið. Um leið og hann tók handklæðið af snaganum hrifsaði einn af nýju bekkjarfélögunum hans það úr höndum hans, vafði því utan um sig, yfir sitt eigið handklæði, og hrópaði: „Æ, sorrí, ég er svo feitur að ég þarf tvö handklæði.“ Hinir strák­ arnir fylgdust glottandi með. Undrunin skall á honum og síðan uppgötvunin: svona var komið fyrir honum, í þessum skóla var hann ekkert, bara nýr strákur, sonur fátækrar ekkju. En í næstu andrá fann hann nærveru föður síns, í huganum sá hann sterklegan handlegginn og hvíta uppbretta skyrtuermina, róleg röddin sagði honum til, gerði hann yfirvegaðan og klókan. Óskar þóttist bresta í grát og vældi: „Æ, nú verð ég að sitja hérna allsber þar til ég þorna og kemst ekki í landafræði til Hildu skræku.“ – Strákarnir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.