Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 97
F r e s s k e t t i r TMM 2012 · 2 97 og þegar hann vaknaði aftur var íbúðin óþekkjanleg frá svínastíunni fram að þessu, Sigrún var búin að þrífa allt hátt og lágt. Hún flutti inn til hans skömmu síðar og borgaði upp skuldirnar. Upp frá því tók hún ákvarðanirnar í lífi hans. Hún útvegaði honum vinnu hjá frænda sínum og næstu tvö árin festi hann upp dyrabjöllur og dyrasíma í nýbyggðum hverfum. Hann ætlaði að segja upp enda kominn með upp í kok af dyrabjöllum og dyrasímum, en Sigrún lagðist harkalega gegn því. Spurði hvað hann ætlaði að gera í staðinn. Ekki færi hann að segja upp velborgaðri vinnu fyrir ekki neitt. Skömmu síðar kallaði frændinn hann inn á skrifstofu til sín og sýndi honum bækling með myndum af innanhússljósakerfi með tímastilltum rofa. Búnaðurinn var ætlaður fyrir fjölbýlishús, skrifstofuhúsnæði og hótel. Frændinn spurði Óskar hvort hann gæti hugsað sér að kynna búnaðinn. Síðan eru liðin mörg ár. Frændinn er fyrir löngu búinn að selja fyrirtækið og sestur í helgan stein, starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í þrjátíu. Óskar er með laun á við þing­ mann og hefur hvorki snert á skrúfjárni né vír í vinnunni árum saman, en selur þess í stað og veitir ráðgjöf um uppsetningu og rekstur á háþróuðum eftirlitskerfum og ýmsum þjófavarnarbúnaði, auk innanhússljósakerfanna og ýmiss konar rafbúnaðar. Hann hefur staðið sig frábærlega í vinnunni en það er fúl tilhugsun að hann eigi þessa velgengni Sigrúnu að þakka. Hann reynir eins og hann getur að eigna sjálfum sér allan heiðurinn í þöglum eintalsrökræðum. Hann er búinn að fá nóg af því að mega ekki halda hund á heimilinu og mega ekki fjárfesta í sportbar með félögum sínum; búinn að fá nóg af einhæfu og stopulu kynlífi. Hann þolir ekki lengur hvað hún hefur alltaf rétt fyrir sér og hvað hann á erfitt með að standa uppi í hárinu á henni því að hann man alltaf hvernig komið var fyrir honum þegar þau kynntust og hún man það auðvitað líka þó að hvorugt þeirra minnist nokkurn tíma á það heldur liggur það bara í loftinu og lamar hann í öllum rökræðum og ágreiningi. En hann er ekki búinn að fá nóg af raðhúsinu þeirra og því síður er hann orðinn leiður á því hvað börnin þeirra eru vel lukkuð. Hann er heldur ekki búinn að fá sig fullsaddan af hlýju örygginu sem hefur umvafið hann síðan hann kynntist Sigrúnu. *** Í hádeginu á sunnudeginum ekur hann til móður sinnar. Hann opnar með lykli: þannig vill móðirin hafa það, öll systkinin þrjú eru með lykil að híbýlum hennar. Óskar veltir því stundum fyrir sér hvort þetta sé nógu sniðugt fyrirkomulag hvað Braga varðar en hefur aldrei orð á því. Móðirin er í óðaönn að gera sig ferðbúna og má varla vera að því að heilsa honum. Hún pakkar hjónabandssælu inn í álpappír. Væntanlega hefur hún bakað hana í gærkvöldi. Þetta hefur alltaf verið uppáhaldssætabrauðið hans Braga, alveg frá því þeir voru guttar, og Óskar veit ekki hvort hann á að vera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.