Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Síða 102
102 TMM 2012 · 2 Robert Walser Kleist í Thun Hjálmar Sveinsson þýddi Kleist fékk húsnæði og fæði á eyju í Aar­ánni nálægt Thun. Liðin eru meira en hundrað ár síðan svo það er ekki nákvæmlega vitað en ég ímynda mér að hann hafi gengið yfir agnarlitla, tíu metra langa brú og togað í klukkustreng. Við það hafi einhver sniglast niður stigann til að sjá hver væri kominn. „Er hægt að fá leigt herbergi hérna?“ Í sem fæstum orðum, Kleist kom sér vel fyrir í þremur herbergjum sem hann fékk fyrir furðulítinn pening. „Dásamleg hnáta frá Bern sér um heimilisstörfin fyrir mig.“ Fagurt ljóð, barn, hreystiverk, þetta þrennt svífur fyrir hugskotssjónum hans. Reyndar er hann dálítið veikur. „Fjandinn má vita hvað það er. Hvað amar eiginlega að mér? Það er svo fallegt hérna.“ Auðvitað yrkir hann. Af og til fer hann með vagni til bókmenntavina í Bern og les fyrir þá það sem hann hefur skrifað. Vitaskuld fær hann feiknarlegt lof, en samt þykir maðurinn dálítið ískyggilegur. Hann skrifar Brotnu Krukkuna. En hvað á nú þetta allt að fyrirstilla? Það er komið vor. Engin sem liggja umhverfis Thun eru öll þrútin blómum, allt ilmar og suðar og mallar og tónar og slæpist; sólarbreyskjan er að gera mann brjálaðan. Hún stígur honum til höfuðs eins og rauðglóandi, deyfandi bylgjur þar sem hann situr við skrifborðið og reynir að yrkja. Hann formælir sínu fagi. Hann ætlaði að gerast bóndi þegar hann kom til Sviss. Ansi snotur hugmynd. Létt að láta sér detta eitthvað svoleiðis í hug í Potsdam. Skáldin eiga svo auðvelt með slíkar hugdettur. Oft situr hann út við gluggann. Hugsanlega svona um tíuleytið að morgni. Hann er svo aleinn. Hann óskar þess að hafa hjá sér rödd, hvernig rödd? hönd, nújá, og? líkama, til hvers? Þarna liggur vatnið hulið slæðum og hvítri angan, rammað inn af óraunverulegum, töfrandi fjöllunum. Hve það glepur allt og ókyrrir. Landið niður að vatninu er hinn hreini garður og í bláleitu loftinu virðist það allt niðurhangandi og morandi í brúm og veröndum fullum af blómum og angan. Undir allri þessari sól og öllu þessu ljósi er söngur fuglanna svo lémagna. Þeir eru sælir og syfjaðir. Kleist styður undir höfuðið með olnbogunum, horfir og horfir og reynir að gleyma sér. Myndin af fjarlægum, norðlægum heimkynnum kemur í hugann, hann sér andlit móður sinnar greinilega, gamlar raddir, fjandinn hafi það – hann er staðinn upp og gengur niður í garðinn við húsið. Þar stígur hann um borð í bát og rær út á opið, morgun­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.