Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Side 104
R o b e r t Wa l s e r 104 TMM 2012 · 2 er harðneskjulegt og skuggalegt, öldurnar eru með ljótan munnsöfnuð. Eins og óhugnanleg áminning æðir stormhviðan áfram og kemst hvergi út. Hún skellur af einni fjallsegg á aðra. Það er dimmt og lítið, lítið. Þetta er beint fyrir framan nefið á manni. Mann langar mest að taka sleggju og sveifla henni í kringum sig. Burt með ykkur, burt. Svo skín sólin aftur og það er sunnudagur. Klukkur hringja. Fólkið kemur út úr kirkjunni uppi á hæðinni. Stúlkur og konur í þröngum, svörtum, silfurskreyttum, reimuðum skyrtum, mennirnir klæddir á einfaldan og ábúðarfullan hátt. Það heldur á bænabókum í hendinni og andlitin eru friðsæl og fögur eins væru allar sorgir horfnar, allar hrukkur kvíða og karps útsléttar og allt erfiði gleymt. Og klukkurnar. Hvernig þær klingja hingað og hringja, óma og hljóma. Hvernig allt glitrar, glampar, blánar og ómar yfir sólskrýddri smáborg á sunnudegi. Fólkið fer hvert í sína áttina. Kleist stendur á kirkjutröppunum, upptendraður af einkennilegum tilfinningum, og fylgist með fólkinu ganga niðureftir. Þar er margt sveitabarn sem gengur niður tröppurnar eins og tignarleg, eðalborin prinsessa. Þarna eru fallegir, ungir, kraftalegir landsbyggðarpiltar og það er engin venjuleg landsbyggð þar sem þeir búa, ekkert flatlendi, þetta eru ekki piltar af sléttunni, heldur piltar sem sem koma fram úr djúpum dölum, skornum í fjöllin og stundum þröngir eins og handleggur manns sem er aðeins í stærra laginu. Þetta eru piltar úr fjöllunum þar sem akrar og engi liggja niður snarbratta hálsa, þar sem ilmandi, heitt grasið vex á agnarlitlum túnbleðlum utan í hyldýpis­ gjánum, þar sem húsin standa eins og deplar límdir á túnin, sýnist þeim sem stendur langt niðri á sveitaveginum og horfir upp til að sjá hvort það geti verið mannabústaðir þarna. Kleist finnst sunnudagar góðir og líka markaðsdagar þegar allt úir og grúir í bláum treyjum og bóndakonupilsum á strætinu og í aðalgötunni. Þarna á aðalgötunni er vörum staflað upp í steinhvelfingum undir gang­ stéttunum og í léttbyggðum búðarstæðum. Hrópandi kaupmangarar bjóða kostakaup á dillandi hátt að hætti bænda. Yfirleitt skín jú bjartasta, heitasta og kjánalegasta sólin á slíkum dögum. Kleist lætur litríka og elskulega mann­ þvöguna ýta sér fram og til baka. Allt ilmar af osti. Alvarlegar og stundum fallegar landsbyggðarkonur koma gætilega inn í fínni búðirnar til að kaupa inn. Margir mannanna hafa tóbakspípu í munni. Kálfar, kýr og svín eru rekin í gegn þarna. Einn karlinn stendur og hlær og rekur bleikt svínið sitt áfram með stafshöggum. Það vill ekki, þá tekur hann það undir hand­ legginn. Fólkið lyktar í samræmi við fötin sín, frá veitingastöðum heyrist skarkalinn í drekkandi, dansandi og borðandi fólki. Öll þessi hljóð og frelsið sem býr í þessum tónum! Ökutæki komast stundum ekki í gegn. Hestarnir eru alveg umkringdir verslandi og kjaftandi fólkinu. Og sólin glampar svo beint á hluti, andlit, dúka, körfur og vörur. Allt hreyfist og sólglamparnir hreyfast með. Kleist langar til að biðja. Honum finnst engin tignartónlist fegurri og engin sál göfugri en tónlist og sál þessarar mannþyrpingar. Hann
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.