Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 105
K l e i s t í Th u n TMM 2012 · 2 105 langar helst að setjast niður á þrep í tröppunum sem liggja niður að götunni. Hann gengur áfram, framhjá konum í háttryktum pilsum, stúlkum sem bera körfur á höfði sér eins og ítalskar konur bera krukkur, það hefur hann séð á myndum, fram hjá körlum sem gaula og drykkjuboltum, lögreglumönnum, skólastrákum sem ætla að gera prakkarastrik, skuggsælum stöðum sem anga af svala, köðlum, prikum, matvöru, glingri, munnum, nefum, höttum, hestum, slæðum, sængum, ullarsokkum, pylsum, fram hjá smjörbollum og ostabökkum og út í manngrúann að einni brúnni yfir Aar en þar staðnæmist hann við handriðið til að virða fyrir sér djúpblátt, streymandi vatnið. Yfir honum glitra og geisla hallarturnarnir eins og flæðandi­brúnleitur eldur. Hann er kominn hálfa leiðina til Ítalíu. Stundum, á venjulegum virkum dögum, virðist honum borgin í töfra­ álögum sólar og kyrrðar. Hann stendur hljóður við gamla sérkennilega ráð­ húsið með skarpköntuðu ártali á hvítleitum múrnum. Allt virðist týnt eins og bygging gamals þjóðkvæðis sem fólkið hefur gleymt. Varla lífsmark, nei, ekkert. Hann gengur upp timburklæddar tröppur að gömlu greifahöllinni, timbrið angar af aldri og örlögum þeirra sem hér hafa gengið. Uppi sest hann á breiðan, hreinan, grænan bekk til að hafa útsýni, en hann lokar augunum. Hræðilegt hve allt er sofandalegt, rykugt og lífvana. Það sem næst er virðist vera í hvítri, óskýrri, dreymandi fjarlægð. Allt er hjúpað heitu skýi. Sumar, en hvers konar sumar eiginlega? Ég lifi ekki, hrópar hann og veit ekki hvert hann á að beina augum, höndum, fótum og andardrætti. Daumur. Ekki til að tala um. Ég kæri mig ekki um drauma. Að lokum segir hann við sjálfan sig að hann sé of mikið einn. Hann hryllir við að finna hversu lokaður hann er gagnvart samtíma sínum. Svo koma sumarkvöldin. Kleist situr uppi á háum kirkjugarðsveggnum. Allt er svo rakt og um leið mjög mollulegt. Hann hneppir skyrtunni frá brjóstinu til að láta loftið leika um það. Fyrir neðan hann liggur stöðuvatnið, eins og almáttug hönd guðs hafi varpað því niður í djúpið, slegið gulleitum og rauðleitum bjarma sem virðist rísa eins og logi upp úr vatnsdjúpinu sjálfu. Það er eins og vatnið brenni. Alparnir hafa lifnað við og dýfa ennum sínum í vatnið með dásamlegum hreyfingum. Þarna niðurfrá synda svanirnir hans í kringum kyrrláta eyjuna hans og laufkrónur trjánna sveiflast í dimmri, syngjandi angandi hamingju yfir því. Yfir hverju? Engu, alls engu. Kleist drekkur þetta allt í sig. Í augum hans er allt þetta dökkgljáandi vatn skartið á stórum, sofandi, ókunnugum kvenmannslíkama. Linditrén, grenitrén, blómin anga. Ómur frá daufum, vart heyranlegum klukkuhring­ ingum; hann heyrir þær og hann sér þær líka. Það er nýtt. Hann vill hið óáþreifanlega, óskiljanlega. Niðri á vatninu vaggar bátur. Kleist sér hann ekki en hann sér ljósin á honum vagga fram og aftur. Hann situr þarna og beygir höfuðið fram eins og hann verði að vera tilbúinn að taka dauðastökk inn í mynd djúpsins fagra. Hann langar helst að deyja inn í myndina. Hann vildi að hann væri ekkert nema augu, ekkert nema eitt einasta auga. Nei, allt,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.