Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Page 106
R o b e r t Wa l s e r 106 TMM 2012 · 2 allt öðruvísi. Loftið ætti að vera brú og allt landslagið handrið til að halla sér að, sæll, næmur, þreyttur. Nóttin skellur á en hann langar ekki að fara niðureftir, hann hendir sér á gröf sem er hulin runnum, leðurblökur flögra í kringum hann, oddhvöss trén hvísla lágt þegar vindblærinn leikur um þau. Grasið, sem hylur bein hinna dauðu, angar svo vel. Hann er svo hræðilega lukkulegur, of lukkulegur og er þess vegna svo þurr, liggur við köfnun, finnur svo til. Svo einmana. Af hverju koma ekki hinir dauðu og spjalla um stund við einmana mann? Það er sumarnótt, þá verður maður að eiga unn­ ustu. Tilhugsunin um hvítleit brjóst og varir rekur Kleist niður fjallið, að bakkanum, út í vatnið, í fötunum, hlæjandi, grátandi. Heilu vikurnar líða. Kleist hefur rifið tvö, þrjú verk. Hann vill verða mesti meistarinn, já, já. Hvað þá? Hikað? Í ruslafötuna. Nýtt, villtara, fegurra. Hann byrjar á Sempach-orustunni með Leópold frá Austurríki í miðju atburðarásarinnar, sérkennileg örlög hans þykja honum merkileg. Þess á milli minnist hann Róberts Guiskard. Hann vill hafa hann glæsilegan. Það mikla lán að geta verið skynsamlega ályktandi maður, með einfalt tilfinn­ ingalíf, sér hann steypast sem sundursprengd klettabjörg með skruðningi og látum niður fjallshlíðar lífs síns. Hann hjálpar aðeins til og nú er það ákveð­ ið. Hann ætlar að gefa sig óheillastjörnu skáldskaparins á vald: Það er best, ég gengst tortímingunni á hönd eins fljótt og mögulegt er! Skáldskapariðkun hans kallar fram grettu, þetta mistekst. Undir haustið veikist hann. Hann undrast mýktina sem nú kemur yfir hann. Systir hans ferðast til Thun til að fara með hann heim. Í vöngum hans liggja djúpir skurðir. Andlit hans hefur drætti og litaraft þess sem líður mikla sálarkröm. Augun eru líflausari en augabrúnirnar yfir þeim. Hárið hangir í þykkum, oddhvössum lufsum fram á enni hans, sem er afmyndað vegna allra hugs­ ananna sem hafa dregið hann niður, ímyndar hann sér, í skítuga hella og holur. Ljóðlínurnar sem hljóma í heila hans eru nú eins og krákugarg, helst vildi hann rífa minnið úr sér. Hann langar að hella lífinu niður en fyrst verður hann að mola lífsskálarnar. Gremja hans líkist sársauka hans, niður­ lægingin kveinstöfum hans. Hvað amar að þér, Heinrich? spyr systir hans ástúðlega. Ekkert, ekkert. Það vantaði bara að hann fari að segja hvað ami að sér. Handritin liggjandi á gólfinu eins og börn sem hafa verið yfirgefin af föður sínum og móður. Hann réttir systur sinni höndina og lætur sér nægja að einblína á hana án þess að segja aukatekið orð. Það er eins og hann sé með störu og stúlkan verður hrædd. Svo halda þau af stað. Hnátan sem hefur þjónustað Kleist segir adieu. Það er skínandi haustmorgunn, vagninn rúllar yfir brýr, framhjá fólki, um götur lagðar grófum steini, fólk horfir út um glugga; uppi í himninum, undir trjánum er gulleitt lauf, allt er hreint, haustlegt og hvað meir? Ekillinn er með pípustert í munninum. Allt er eins og það er vant að vera. Kleist hniprar sig saman í einu horni vagnsins. Turnar hallarinnar í Thun hverfa bak við hæð. Síðar sér systir Kleists vatnið fallega í mikilli fjarlægð. Það er strax
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.