Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Qupperneq 107
K l e i s t í Th u n TMM 2012 · 2 107 orðið svolítið svalt. Sveitabæir koma í ljós. Það er ekkert annað, svona fínar fasteignir í fjallasveit? Áfram. Allt flýgur framhjá og sekkur, þegar horft er út, allt dansar, snýst og hverfur. Margt er þegar hulið slæðum haustsins og allt er svolítið gyllt vegna svolítils sólskins sem kemur fram milli skýjanna. Hvílíkt gull, hve það glampar og að maður skuli bara geta fundið það í skítnum. Hæðir, klettaveggir, dalir, kirkjur, þorp, iðjuleysingjar, börn, tré, vindur, ský, ja hérna hér? Er það eitthvað merkilegt? Er þetta ekki bara ómerkilegt dót til að henda? Kleist sér ekkert. Hann dreymir um ský og myndir og svolítið um elskulegar, mildar, strjúkandi hendur. Hvernig líður þér? spyr systirin. Kleist kiprar munninn og reynir að brosa. Það tekst, en er erfitt. Honum líður eins og hann hafi þurft að fjarlægja bjarg frá munni sínum til að geta brosað. Systir hans vogar sér að minnast varlega á að hann ætti kannski fljótlega að taka sér eitthvað þarflegt fyrir hendur. Hann kinkar kolli, hann er sjálfur sömu skoðunar. Um skilningarvit hans leiftra bjartir, syngjandi geislar. Ef hann á að segja alveg eins og er, líður honum bara vel; hryggur, líður samt vel. Það er eitthvað sem veldur honum sársauka, já, rétt er það, en það er ekki í brjóstinu og heldur ekki í lungunum, ekki í höfðinu, ha? Er það virkilega? Hvergi nokkurs staðar? Jú reyndar, svona svolítið einhvers staðar, það er eitthvað en ekki hægt að segja nákvæmlega hvar. Ítem, þetta er ekkert til að tala um. Hann segir eitthvað, svo koma augnablik þegar hann er beinlínis barnslega glaður og þá verður systir hans auðvitað dálítið ströng og hörð á svipinn, bara til að sýna honum aðeins hvernig hann sé að spila með líf sitt. Stúlkan er jú af Kleistættinni og hefur fengið uppeldi sem bróðir hennar ætlaði að henda frá sér. Hún er auðvitað himinglöð yfir því að honum líður betur. Áfram, hó, hó, það er aldeilis ferð á vagninum. En að lokum verðum við að láta hann fara sína leið, póstvagninn, og alveg að lokum mætti bæta við þeirri athugasemd að á framhlið hússins þar sem Kleist bjó, hangir nú marmaraplata þar sem kemur fram hver hafi lifað þar og skrifað. Ferðafólk í alpafjallahugleiðingum getur lesið það, börn frá Thun lesa það og stafa, bók­ staf fyrir bókstaf, og horfa svo spyrjandi í augu hvert annars. Gyðingur getur lesið það og kristinn maður líka, ef hann hefur tíma og lestin ekki alveg að fara, Tyrki, svala, hafi hún yfirleitt áhuga á því, og líka ég, ég get lesið það aftur öðru hvoru. Thun stendur þar sem Bernar­hálendið byrjar og þangað koma árlega þúsundir ferðamanna. Ég ætti að þekkja þetta hérað eitthvað, því ég vann þar eitt sinn sem bjórbruggunarhlutafélagsstarfsmaður. Svæðið er mun fallegra en ég hef getað lýst því, vatnið er helmingi blárra, himinninn þrisvar sinnum fallegri. Fyrir fjórum árum var, að ég held, haldin iðnsýning í Thun.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.