Tímarit Máls og menningar - 01.09.2012, Blaðsíða 134
Á d r e p u r
134 TMM 2012 · 2
árum sagði Jóhannes úr Kötlum Jóni
Óskari og Baldvini Tryggvasyni, að
hann efaðist nú um ýmislegt í fram
kvæmd kommúnismans, en væri orðinn
of gamall til að missa vini sína. Þess
vegna þegði hann.
Saga fórnarlambanna
Árni Björnsson spyr, hvað fyrir mér hafi
vakað með því að skrifa bók um íslenska
kommúnista 1918–1998. Ég ætlaði satt
að segja ekki að semja þetta rit, heldur
gera stutt ágrip af sögu íslensku komm
únistahreyfingarinnar sem viðauka við
Svartbók kommúnismans, sem ég gaf út
2009. En verkið óx í höndum mér og
varð að heilli bók. Í henni vildi ég ekki
síst minnast fórnarlambanna, sem Árni
nefnir hvergi í grein sinni. Hann segir,
að trúgirni íslenskra sósíalista hafi
engum gert illt nema þeim sjálfum. Í
þessu stutta svari get ég ekki rætt það
mikla mál, hvort hreyfing íslenskra sósí
alista hafi almennt gert þjóðinni meira
illt en gott, eins og leiða má þó sterk rök
að. En hér hef ég getið sumra þeirra
Íslendinga, sem kommúnistar úthróp
uðu eða útskúfuðu, þótt þá brysti afl og
vonandi vilja til að senda þá í þrælakist
ur eins og tíðkast á Kúbu. Ekki má held
ur gleyma öllum þeim íslensku lögreglu
þjónum, sem fengu varanleg örkuml
eftir átökin við kommúnista og lesa má
um í hæstaréttardómum (og bókum
okkar Þórs Whiteheads).
Það, sem gerðist á Íslandi, var auð
vitað hjóm eitt í samanburði við ósköpin
erlendis. Talið er, að hátt í hundrað
milljón manns hafi týnt lífi af völdum
kommúnismans, og mörg hundruð
milljónir manna í viðbót urðu að þola
margvíslegar hremmingar hans vegna,
sáu vonir bresta og leiðir lokast. Íslensk
ir sósíalistar tóku ekki beinan þátt í
þessum voðaverkum, en þeir klöppuðu
fyrir mönnunum, sem frömdu þau. Saga
kommúnismans er ekki aðeins saga
rússnesku böðlanna og klappliðs þeirra
á Íslandi og annars staðar, heldur líka
saga fórnarlambanna, Veru Hertzsch og
Teodoras Bieliackanas, dr. Rudolfs
Margolius og dr. Augusts Rei og margra
annarra, sem tengdust Íslandi og ég segi
frá í bókinni. Ég skrifaði þessa bók
þeirra vegna.